Innlent

Spólaði fullur í grasi og drullu

Selfoss Pilturinn var tekinn á Selfossi.
Selfoss Pilturinn var tekinn á Selfossi.

Tæplega tvítugur piltur hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir að aka bíl dauðadrukkinn utan vegar á milli Háengis og Fossheiðar á Selfossi. Hann hafði enn ekki öðlast ökuréttindi.

Afleiðingar þessa utanvegaaksturs voru þær að gras og mold slettust upp á veggi nærliggjandi fjölbýlishúss.

Pilturinn mætti ekki fyrir dóm og má því búast við að dómur gangi að honum fjarstöddum.

Þá var karlmaður ákærður fyrir að hafa ekið í tvígang sviptur ökuréttindum. Hann játaði sök við þingfestingu.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×