Lífið

Reykingafólk líti í budduna

Valgeir er að fara af stað með sín árlegu námskeið þar sem hann hvetur fólk til að hætta að reykja.
Valgeir er að fara af stað með sín árlegu námskeið þar sem hann hvetur fólk til að hætta að reykja.

„Nú er gott ráð fyrir reykingamenn að geta sparað sér ansi stórar upphæðir. En reykingamenn eiga alltaf fyrir sígarettum, þannig er bara eðli fíkilsins,“ segir leikarinn Valgeir Skagfjörð sem er að fara af stað með sín árlegu námskeið þar sem hann hjálpar fólki að hætta að reykja.

Hingað til hefur peningaskortur ekki dregið úr reykingum fólks en Valgeir vonast til að með kreppunni verði einhver breyting þar á. „Ég held að fólk hugsi sig tvisvar um þegar tóbakið og brennivínið hefur hækkað og síðan lækka laun og kaupmátturinn rýrnar. Ef hjónin reykja bæði er þetta þrjátíu þúsund kall á mánuði,“ segir hann. „Mér skilst að sígarettupakkinn sé kominn í 700 krónur. Það er miklu skynsamlegra að setja peninginn í eitthvað annað í þessu árferði.“

Sjálfur hætti Valgeir að reykja árið 1996 og tveimur árum síðar byrjaði hann með námskeiðin. „Ég vil láta fólk losna við hugmyndirnar úr hausnum að það sé að græða eitthvað á þessu og að þetta sé að gera eitthvað fyrir það. Þetta er mest í höfðinu á reykingamönnum,“ segir hann. „Ég er búinn að vera í þessu frelsi í þrettán ár og dásama það á hverjum degi.“ - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.