Erlent

Múslimar beðnir afsökunar eftir brottvísun úr flugi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Ein af vélum AirTran.
Ein af vélum AirTran.

Bandaríska flugfélagið Air Tran hefur beðið tvær múslimafjölskyldur opinberlega afsökunar á því að þeim var vísað út úr flugvél í Washington rétt fyrir flugtak á nýársdag eftir að farþegi taldi sig hafa heyrt fólkið eiga í grunsamlegum samræðum.

Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI yfirheyrðu fjölskyldurnar og komust að þeirri niðurstöðu að engin hætta stafaði af þeim. Að auki sendi flugfélagið frá sér fréttatilkynningu eftir atvikið þar sem múslimunum var hallmælt. Hinir brottreknu segjast taka afsökunarbeiðninni og hafi fjölskyldurnar aðeins verið að ræða hvar öruggast væri að sitja í vélinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×