Innlent

Sviku út vörur með stolnu greiðslukorti

Rólegt var hjá lögreglunni um allt land í nótt.
Rólegt var hjá lögreglunni um allt land í nótt. MYND/Guðmundur
Fjórir karlmenn á þrítugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en þeir voru handteknir eftir að hafa svikið út vörur úr nokkrum verslunum með stolnu greiðslukorti í nótt. Lögreglan náði mönnunum í tíu-ellefu verslun í Hafnarfirði um þrjúleytið en þá höfðu þeir náð að svíkja út vörur úr nokkrum verslunum. Nóttin var annars með rólegasta móti á landinu öllu en skemmtanahald var víða í tilefni þjóðhátíðardagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×