Erlent

SMS-ritun getur valdið slitgigt

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Til þess eru vítin að varast þau. Hættumörkin liggja við 100 SMS-skeyti á dag.
Til þess eru vítin að varast þau. Hættumörkin liggja við 100 SMS-skeyti á dag. MYND/Berlingske/Christian Smæderup

Danskir handskurðlæknar vara nú við ólæknandi slitgigt sem gert getur vart við sig í þumalfingri þeirra farsímanotenda sem eru hvað iðnastir við að skrifa og senda SMS-skilaboð.

Segja læknarnir að hættumörkin liggi við 100 skilaboð á dag en nýleg könnun Gallup í Danmörku hefur leitt í ljós að 60 prósent danskra farsímaeigenda á aldrinum 13 - 24 ára senda yfir 300 SMS-skilaboð á dag en notkun SMS-skilaboða er hlutfallslega ódýrari en símtal. Læknarnir taka það gott og gilt en benda á að hin endanlega verðlagning sé á kostnað heilsu notandans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×