Innlent

Engin hamborgarabrauð á McDonalds

Hægt var að fá sér Big Mac í gær en litli bróðir hans ostborgarinn var fjarri góðu gamni.
Hægt var að fá sér Big Mac í gær en litli bróðir hans ostborgarinn var fjarri góðu gamni.

Viðskiptavinum McDonalds í Kringlunni brá heldur betur í brún um kvöldmatarleytið í gær. Þá var ekki hægt að panta hinn hefðbundna ostborgara þar sem hamborgarabrauðin voru búin. Framkvæmdarstjórinn segir brauðskortinn ekki tengjast erfiðum efnahagsaðstæðum á nokkurn hátt og vill skrifa brauðleysið á jólafrí opinberra starfsmanna.

Brauðin sem viðskiptavinir McDonalds fá eru innflutt og þarf að framvísa ákveðnum vottorðum til þess að fá þau afgreidd úr tolli. Magnús Ögmundsson framkvæmdarstjóri Lystar ehf. sem rekur McDonalds á Íslandi segir í samtali við fréttastofu að brauðleysið hafi á engan hátt tengt erfiðum efnahagsaðstæðum Lystar ehf. Erfiðlega hafi gengið að leysa sendinguna úr tolli sem m.a má tengja jólafríum opinberra starfsmanna.

Brauðleysið sneri eingöngu að hinum hefðbundnu ostborgurum sem eru í öðruvísi brauði en aðrir borgarar. Hægt var að panta sér stærri borgara sem eru í brauðum með sesamfræjum á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×