Innlent

Framsóknarmenn mótmæla niðurskurði á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar

Framsóknarfélögin í Siglufirði mótmæla harðlega þeim niðurskurði sem boðaður er hjá Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Þá eru vinnubrögðin við niðurskurðinn einnig hörmuð í ályktun sem send var fjölmiðlum nú undir kvöld.

Í ályktuninni furða Framsóknarfélögin í Siglufirði sig á að Samfylkingin, sem kennir sig við jafnrétti og félagslegt öryggi, skuli standa að slíkri aðför að okkar góða heilbrigðiskerfi.

Framsóknarfélögin skora á ríkisstjórnina að endurskoða þessi áform og sýna í verki samvinnu og samráð við heimaaðila en ekki taka slíkar ákvarðanir sem hafi neikvæð áhrif á siglfirskt samfélag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×