Innlent

Spyrja um áhrif notkunar lögreglu á piparúða

Hótel Borg á gamlársdag.
Hótel Borg á gamlársdag.

Fulltrúi Vinstri grænna í heilbrigðisnefnd Reykjavíkur lagði fram fyrirspurn á fundi nefndarinnar nýverið um notkun lögreglunnar í Reykavík á piparúða.

Óskað er eftir upplýsingum um það hvaða efni er í þeim úða sem lögreglan notar gegn borgurum þar sem mótmæli eru höfð frami. Þá er spurt hvort til séu leiðbeiningar á vegum heilbrigðiseftirlitsins hvernig bregðast eigi við heilsufarslegum áhrifum af slíkum úða.

,,Samkvæmt fréttum í erlendum fjölmiðlum hefur notkun á slíkum úða leitt til alvarlegra skaða í heilsu manna og í einhverjum tilvikum til dauðsfalla. Eru fyrirliggjandi verklagsreglur og vinnuleiðbeiningar fyrir heilbrigðisstarfsfólk um viðbrögð við alvarlegum tilvikum sem geta fylgt notkun úðans?" segir í fyrirspurninni.

Jafnframt er spurt hvort það sé mat heilbrigðiseftirlitsins að nauðsynlegt sé að koma á framfæri við almenning ráðgjöf varðandi viðbrögð vegan áhrifa úðans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×