Innlent

Ósamið um áframhaldandi samstarf VG og Samfylkingar

Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkis- og iðnaðarráðherra, segir að forystumenn Vinstri grænna og Samfylkingar hafi ekki rætt áframhaldandi samstarf eftir kosningarnar í vor. Aftur á móti segir hann málið verði væntanlega rætt og kannað þegar nær dregur kosningum. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar var fullyrt að áhrifamenn í VG séu afar áhugasamir um að áframhaldandi samstarf ríkisstjórnarflokkanna eftir kosningar. Sumir hafa jafnvel haft á orði að flokkarnir ættu að mynda kosningabandalag svo kjósendur vissu að hverju þeir gengju.

Össur segir samstarf flokkanna hafa gengið vel eftir að stjórnin var mynduð fyrr í mánuðinu. Ekki hafi verið rætt um framhaldið eftir kosningar. Hann - segir að ætli flokkarnir að vinna áfram saman verði þeir að ná saman um stefnu í Evrópusambandsmálum og um upptöku evru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×