Hrynheitt sunnudagskvöld á Airwaves 20. október 2009 01:00 GusGus Lauk Airwaves þetta árið með stæl. Iceland Airwaves-hátíðinni lauk á sunnudagskvöldið. Trausti Júlíusson stóð vaktina á Nasa. Sunnudagskvöldið hefur smám saman verið að fá meira vægi á dagskrá Iceland Airwaves og í ár var keyrt á fullum krafti á tveimur stöðum, Sódómu og Nasa. Ég ákvað að halda mig alfarið á síðarnefnda staðnum, enda dagskráin þar sérstaklega spennandi. Fyrst á svið var hið unga dúó, Captain Fufanu, sem spilaði dubskotið teknó, lifandi og tilraunasækið. Þeir eru dæmi um aukna grósku í íslenskri raf- og danstónlist, en hún kom mjög sterk inn á Airwaves 2009. Weirdcore, Breakbeat.is og Reyk Veek voru öll með sín sérkvöld, en að auki var raf- og danstónlist áberandi á nokkrum öðrum kvöldum og dagskráin á Nasa á sunnudagskvöldið var hrein danstónlistarveisla. Á eftir Captain Fufanu var röðin komin að DJ Margeiri að spila með fimm manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Samma úr Jagúar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þessa samvinnu plötusnúðs og strengjasveitar og hún kom mjög vel út. Uppistaðan var langt verk með hægum stíganda sem náði góðum tökum á áhorfendunum sem svo gott sem fylltu Nasa á þessum tímapunkti. Manni dettur í hug að það mætti taka þetta dæmi enn lengra með stærri hljómsveit og jafnvel söngrödd. Næstur á svið var Friðfinnur Sigurðsson sem kallar sig Oculus. Hann skilaði ágætu teknósetti sem hann impróviseraði að hluta, en á eftir honum kom þýska sveitin Wareika sem hefur verið að spila með Gus Gus á tónleikaferðinni hennar síðustu vikur. Þeir þremenningar blanda ýmsum óvenjulegum hlutum við danstónlistina, þ.ám. afró-töktum, poppsöng og balkönskum stefjum. Á köflum fínt sett, en virkaði svolítið ómarkvisst. Það voru svo Nasa-kóngarnir í Gus Gus sem kláruðu kvöldið. Þeir spiluðu í rúmlega einn og hálfan tíma og fengu stappfullan salinn til að hoppa, klappa og veifa höndunum eins og það væri enginn morgundagur. Þeir spiluðu mest efni af nýju plötunni 24/7, þ.ám. mjög flotta útgáfu af Add This Song, en líka eldri stykki eins og Ladyshave og partíbombuna Moss. Hljómsveitin er greinilega í mjög góðu formi þessa dagana og Daníel Ágúst naut sín sérstaklega vel á sviðinu. Og þar með lauk Airwaves 2009. Með stæl. Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðinni lauk á sunnudagskvöldið. Trausti Júlíusson stóð vaktina á Nasa. Sunnudagskvöldið hefur smám saman verið að fá meira vægi á dagskrá Iceland Airwaves og í ár var keyrt á fullum krafti á tveimur stöðum, Sódómu og Nasa. Ég ákvað að halda mig alfarið á síðarnefnda staðnum, enda dagskráin þar sérstaklega spennandi. Fyrst á svið var hið unga dúó, Captain Fufanu, sem spilaði dubskotið teknó, lifandi og tilraunasækið. Þeir eru dæmi um aukna grósku í íslenskri raf- og danstónlist, en hún kom mjög sterk inn á Airwaves 2009. Weirdcore, Breakbeat.is og Reyk Veek voru öll með sín sérkvöld, en að auki var raf- og danstónlist áberandi á nokkrum öðrum kvöldum og dagskráin á Nasa á sunnudagskvöldið var hrein danstónlistarveisla. Á eftir Captain Fufanu var röðin komin að DJ Margeiri að spila með fimm manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Samma úr Jagúar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég upplifi þessa samvinnu plötusnúðs og strengjasveitar og hún kom mjög vel út. Uppistaðan var langt verk með hægum stíganda sem náði góðum tökum á áhorfendunum sem svo gott sem fylltu Nasa á þessum tímapunkti. Manni dettur í hug að það mætti taka þetta dæmi enn lengra með stærri hljómsveit og jafnvel söngrödd. Næstur á svið var Friðfinnur Sigurðsson sem kallar sig Oculus. Hann skilaði ágætu teknósetti sem hann impróviseraði að hluta, en á eftir honum kom þýska sveitin Wareika sem hefur verið að spila með Gus Gus á tónleikaferðinni hennar síðustu vikur. Þeir þremenningar blanda ýmsum óvenjulegum hlutum við danstónlistina, þ.ám. afró-töktum, poppsöng og balkönskum stefjum. Á köflum fínt sett, en virkaði svolítið ómarkvisst. Það voru svo Nasa-kóngarnir í Gus Gus sem kláruðu kvöldið. Þeir spiluðu í rúmlega einn og hálfan tíma og fengu stappfullan salinn til að hoppa, klappa og veifa höndunum eins og það væri enginn morgundagur. Þeir spiluðu mest efni af nýju plötunni 24/7, þ.ám. mjög flotta útgáfu af Add This Song, en líka eldri stykki eins og Ladyshave og partíbombuna Moss. Hljómsveitin er greinilega í mjög góðu formi þessa dagana og Daníel Ágúst naut sín sérstaklega vel á sviðinu. Og þar með lauk Airwaves 2009. Með stæl.
Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Sjá meira