Kreppan þá og nú Sigríður Arnardóttir skrifar 4. mars 2009 16:45 Ég er alin upp við sögur úr kreppunni um 1930. Afi minn Haraldur Björnson, verkamaður og sjómaður, sagði mér oft frá því hvernig fátækt alþýðufólk hefði farið að til að skrimta. Hann og vinir hans týndu t.d. kolamola niðri á höfn til að geta fært fátækum mæðrum sínum kol til húshitunar. Hann missti föður sinn 14 ára og hætti þá í skóla en stofnaði Stéttarfélag sendisveina, til að vinna að bættum kjörum. Hann kenndi mér margt um samtakamáttinn og þær fórnir sem alþýða manna færði til að ná fram þeim réttindum sem mín kynslóð hefur búið við til þessa. En nú eru blikur á lofti. Eftir ár græðgisvæðingar og einstaklingshyggju þar sem samtakamátturinn þótti hallærislegur en einstaklingssamningar voru tískan, er hætta á að réttindi fólks verði skert. Við þurfum að standa vörð um velferðina og þau réttindi sem áunnist hafa. Þess vegna vil ég taka þátt í stjórnmálum og gef kost á mér í 5.-6.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég hef verið svo gæfusöm að fá í störfum mínum sem fjölmiðlakona að kynnast ólíkum geirum íslensks (og bandarísks) samfélags. Ég hef hlustað á og tekið viðtöl við fólk í öllum stéttum. Hef heimsótt fátækasta fólkið, fólk í skýlum fyrir heimilislausa, auðmenn, unglinga í vímuefnavanda, fólk sem orðið hefur gjaldþrota, félagsfælið fólk og frægt fólk, fjölskyldur langveikra barna og geðsjúkt fólk, fanga og fyrirtæki. Rætt við ógæfufólk og afreksfólk. Kynni mín af fjölmörgum hliðum íslensks samfélags hafa orðið til þess að nú langar mig að vinna fyrir fólk á þingi. Mér finnst að Alþingi eigi að endurspegla þjóðina, þar eigi að vera fleiri konur, og fólk úr öllum stéttum og störfum. Ég vil að þingmenn hlusti á þjóðina, hvetji hana til dáða og tali mannamál. Önnur ástæða þess að mig langar að fá tækifæri til að vinna fyrir þjóðina á Alþingi er að allir mínir draumar hafa ræst og ég vil fá að þakka fyrir það. Ég á gott líf mitt meðal annars að þakka góðri fjölskyldu, hvatningu og velferðarsamfélagi. Mig langar til að næstu kynslóðir fái líka að njóta sín. Í bernsku flutti ég oft og bjó víða í borginni í leiguhúsnæði, það var lærdómsríkt, en gott þótti okkur þó, minni litlu fjölskyldu, þegar við fengum öruggt húsnæði í félagslega húsnæðikerfinu. Ég gekk menntaveginn og naut þess að hér hefur ríkt jafnrétti til náms. Háskólanám á Íslandi var fyrir allar stéttir. Og alltaf gat maður fengið sumarvinnu því atvinnuleysi hefur varla þekkst hérna undanfarna áratugi. Ég ólst upp við að njóta menningar og eiga margar bækur. Því menning, menntun og heilsugæsla hefur verið fyrir alla. Þetta vil ég verja. Í Ameríku kynntist ég mörgu lánsömu og duglegu athafnafólki. En þegar kíkt var inn fyrir grímuna sást mikill kvíði og hræðsla við að verða undir. Hræðsla við að missa ,,status" i fyrirtækinu og þar með góðar tryggingar. Ég kynntist líka venjulegu fólki sem varð undir og missti allt. Heilsugæsla, húsnæði og menntun var ekki í boði fyrir alla. Íslendingar eru orðnir góðu vanir. Við verðum að standa vörð um velferðina. Á námskeiði sem ég var með nýlega í samstarfi við Vinnumálastofnun kom saman stór hópur fólks sem misst hefur vinnuna. Námskeiðið var þjálfuní að tjá sig af öryggi og að sækja fram og laða til sín það góða. Það var ánægjulegt að sjá hvað fólkið var duglegt að gera það besta úr sinni breyttu stöðu. Og sumir voru komnir af stað með að skapa sér ný tækifæri. En aðrir viðurkenndu að sjálfstraustið færi minnkandi, það væri orðið erfitt að fara út á meðal fólks og framkvæmdagleðin farin að minnka. Það er mikið högg að upplifa þá höfnun sem atvinnumissir er.Við verðum að bretta upp ermar og vinna í því að skapa fleiri störf. Hvers vegna er ekki hægt að nota þessar lánalínur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að hleypa af stokkunum nýjum verkefnum? Yfirdráttur er alltaf slæmur en stundum nauðsynlegur, tímabundið. Og nú er nauðsyn. Framkvæmdir eru aftur hafnar við byggingu Tónlistarhússins, sem betur fer. En fólk í öllum flokkum þarf að tala saman og finna fleiri atvinnutækifæri. Verum lausnamiðuð og höldum í bjartsýnina. Kreppan nú verður ekkert eins slæm og fyrri kreppa. Því við eigum menntað fólk, vísinda- og tæknistofnanir, góð hús sem eru upphituð svo börn þurfa ekki að týna upp kolamola við höfnina. Og nú er lýðræðisvakning og tími samstöðu er runninn upp, aftur. Sigríður Arnardóttir félags- og fjölmiðlafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er alin upp við sögur úr kreppunni um 1930. Afi minn Haraldur Björnson, verkamaður og sjómaður, sagði mér oft frá því hvernig fátækt alþýðufólk hefði farið að til að skrimta. Hann og vinir hans týndu t.d. kolamola niðri á höfn til að geta fært fátækum mæðrum sínum kol til húshitunar. Hann missti föður sinn 14 ára og hætti þá í skóla en stofnaði Stéttarfélag sendisveina, til að vinna að bættum kjörum. Hann kenndi mér margt um samtakamáttinn og þær fórnir sem alþýða manna færði til að ná fram þeim réttindum sem mín kynslóð hefur búið við til þessa. En nú eru blikur á lofti. Eftir ár græðgisvæðingar og einstaklingshyggju þar sem samtakamátturinn þótti hallærislegur en einstaklingssamningar voru tískan, er hætta á að réttindi fólks verði skert. Við þurfum að standa vörð um velferðina og þau réttindi sem áunnist hafa. Þess vegna vil ég taka þátt í stjórnmálum og gef kost á mér í 5.-6.sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ég hef verið svo gæfusöm að fá í störfum mínum sem fjölmiðlakona að kynnast ólíkum geirum íslensks (og bandarísks) samfélags. Ég hef hlustað á og tekið viðtöl við fólk í öllum stéttum. Hef heimsótt fátækasta fólkið, fólk í skýlum fyrir heimilislausa, auðmenn, unglinga í vímuefnavanda, fólk sem orðið hefur gjaldþrota, félagsfælið fólk og frægt fólk, fjölskyldur langveikra barna og geðsjúkt fólk, fanga og fyrirtæki. Rætt við ógæfufólk og afreksfólk. Kynni mín af fjölmörgum hliðum íslensks samfélags hafa orðið til þess að nú langar mig að vinna fyrir fólk á þingi. Mér finnst að Alþingi eigi að endurspegla þjóðina, þar eigi að vera fleiri konur, og fólk úr öllum stéttum og störfum. Ég vil að þingmenn hlusti á þjóðina, hvetji hana til dáða og tali mannamál. Önnur ástæða þess að mig langar að fá tækifæri til að vinna fyrir þjóðina á Alþingi er að allir mínir draumar hafa ræst og ég vil fá að þakka fyrir það. Ég á gott líf mitt meðal annars að þakka góðri fjölskyldu, hvatningu og velferðarsamfélagi. Mig langar til að næstu kynslóðir fái líka að njóta sín. Í bernsku flutti ég oft og bjó víða í borginni í leiguhúsnæði, það var lærdómsríkt, en gott þótti okkur þó, minni litlu fjölskyldu, þegar við fengum öruggt húsnæði í félagslega húsnæðikerfinu. Ég gekk menntaveginn og naut þess að hér hefur ríkt jafnrétti til náms. Háskólanám á Íslandi var fyrir allar stéttir. Og alltaf gat maður fengið sumarvinnu því atvinnuleysi hefur varla þekkst hérna undanfarna áratugi. Ég ólst upp við að njóta menningar og eiga margar bækur. Því menning, menntun og heilsugæsla hefur verið fyrir alla. Þetta vil ég verja. Í Ameríku kynntist ég mörgu lánsömu og duglegu athafnafólki. En þegar kíkt var inn fyrir grímuna sást mikill kvíði og hræðsla við að verða undir. Hræðsla við að missa ,,status" i fyrirtækinu og þar með góðar tryggingar. Ég kynntist líka venjulegu fólki sem varð undir og missti allt. Heilsugæsla, húsnæði og menntun var ekki í boði fyrir alla. Íslendingar eru orðnir góðu vanir. Við verðum að standa vörð um velferðina. Á námskeiði sem ég var með nýlega í samstarfi við Vinnumálastofnun kom saman stór hópur fólks sem misst hefur vinnuna. Námskeiðið var þjálfuní að tjá sig af öryggi og að sækja fram og laða til sín það góða. Það var ánægjulegt að sjá hvað fólkið var duglegt að gera það besta úr sinni breyttu stöðu. Og sumir voru komnir af stað með að skapa sér ný tækifæri. En aðrir viðurkenndu að sjálfstraustið færi minnkandi, það væri orðið erfitt að fara út á meðal fólks og framkvæmdagleðin farin að minnka. Það er mikið högg að upplifa þá höfnun sem atvinnumissir er.Við verðum að bretta upp ermar og vinna í því að skapa fleiri störf. Hvers vegna er ekki hægt að nota þessar lánalínur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að hleypa af stokkunum nýjum verkefnum? Yfirdráttur er alltaf slæmur en stundum nauðsynlegur, tímabundið. Og nú er nauðsyn. Framkvæmdir eru aftur hafnar við byggingu Tónlistarhússins, sem betur fer. En fólk í öllum flokkum þarf að tala saman og finna fleiri atvinnutækifæri. Verum lausnamiðuð og höldum í bjartsýnina. Kreppan nú verður ekkert eins slæm og fyrri kreppa. Því við eigum menntað fólk, vísinda- og tæknistofnanir, góð hús sem eru upphituð svo börn þurfa ekki að týna upp kolamola við höfnina. Og nú er lýðræðisvakning og tími samstöðu er runninn upp, aftur. Sigríður Arnardóttir félags- og fjölmiðlafræðingur.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun