Erlent

Í lífshættu eftir skotárás á Vesterbro

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Maður á fertugsaldri er lífshættulega særður eftir skotárás í Vesterbro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Vitni segjast hafa heyrt fimm eða sex skothvelli og staðfestir lögregla að maðurinn hafi fengið að minnsta kosti eitt skot í brjóstið.

Engir sjónarvottar voru að árásinni og hefur skotvopnið hvorki fundist né sá sem beitti því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×