Innlent

Innbrotum stórfjölgar

Innbrotum hefur fjölgað um 80 prósent milli ára.
Innbrotum hefur fjölgað um 80 prósent milli ára.

Um áttatíu prósent­um fleiri innbrot voru skráð hjá lögreglu í maí en á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra.

Í maí á síðasta ári voru innbrot 167 talsins en 303 í síðasta mánuði. Þá fjölgaði þjófnaðarbrotum einnig mikið, um 38 prósent, milli ára. Nytjastuldir eru einnig mun fleiri nú en áður, en þeim fjölgaði um rúm hundrað prósent.

Málum fækkar þó nokkuð í flestum öðrum brotaflokkum, svo sem eignaspjöllum, fíkniefnabrotum, ölvunarakstursbrotum og líkamsmeiðingum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×