Innlent

Nóg að gera hjá lögreglu á Bíladögum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Hasar hjá lögreglu á Bíladögum.
Hasar hjá lögreglu á Bíladögum.

Það var nóg að gera hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna Bíladaga sem þar fara fram um helgina. Að sögn vakthafandi varðstjóra eru allir fangaklefar bæjarins fullsetnir. Mikil ölvun var í bænum og nokkuð um pústra, auk þess sem lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum vegna ofurölvunar. Þó var lítið um meiðsl á fólki og engar kærur hafa verið lagðar fram.

Tveir voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, en annar þeirra var að aka próflaus. Tveir til viðbótar voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Lögregla hafði afskipti af níu ökumönnum vegna hraðaaksturs, en sá sem hraðast fór var á 127 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90.

Rólegt var í flestum öðrum lögregluumdæmum landsins í nótt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×