Innlent

Tugir fanga sluppu úr fangelsi Ragnars í fyrra

Myndin er úr fangelsinu sem gengur undir nafninu Cotel.
Myndin er úr fangelsinu sem gengur undir nafninu Cotel.

Gæsluvarðhaldsfangelsið þar sem Ragnar Erling Hermannsson er vistaður í kjölfar þess að hann var handtekinn á flugvellinum í Recife með sex kíló af kókaíni komst í fréttirnar í Brasilíu í febrúar á síðasta ári þegar 51 fangi slapp úr vistinni. Þegar fangaflóttinn átti sér stað voru 20 fangaverðir í fangelsinu en þeir voru allir lausráðnir og höfðu hlotið litla þjálfun. Einn daginn mættu aðeins fimm til vinnu og nýttu fangarnir sér mannfæðina og ruddust út.

46 fangar af þeim 51 sem sluppu náðust aftur. Í kjölfarið var skipuð rannsóknarnefnd til þess að meta aðstæður í fangelsinu og leiddi hún meðal annars í ljós að allt of margir fangar voru vistaðir þar á hverjum tíma.

Fangelsið er gert til að hýsa 311 einstaklinga en daginn sem flóttinn brast á voru þar 987 vistmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×