Innlent

Rafmagnað skammtað á Vestfjörðum

Frá Ísafirði að sumarlagi.
Frá Ísafirði að sumarlagi.

Rafmagn er nú skammtað á Vestfjörðum og segir Hafþór Gunnarsson, fréttaritari okkar í Bolungarvík, að þar hafi verið rafmagnið verið tekið af fimm sinnum frá því í gær.

Hafþór kveðst hafa fengið þær upplýsingar að Vesturlína sé dottin út en hún tengir Vestfirði við landsnetið. Ennfremur væri Mjólkárvirkjun úti vegna bilunar. Vestfirðingar virðast því að mestu þurfa að treysta á dísilvélar til að framleiða raforku en ekki bætir úr skák að vélin á Þingeyri er einnig biluð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×