Lífið

Meira fjörið hjá Abba-bræðrum

Björn og Benny á sinni fyrstu plötu árið 1970.
Björn og Benny á sinni fyrstu plötu árið 1970.

Nú er nýlokið fyrstu prufum fyrir uppsetningu á Mamma Mia! í Kaupmannahöfn en verkið fer upp í Tivoli Konsertsal og er frumsýning áætluð eftir ár. Það er fyrirtæki Björns og Bennys og framleiðandans Judy Craymer sem stendur fyrir sviðsetningunni eins og annars staðar. Mun auglýsingaherferð hvolfast yfir Dani þegar farið verður að skipa í stærri hlutverk en nú var smalað í prufur í kór. Á sama tíma voru tvær sýningar á Kristinu, söngleik þeirra eftir Vesturfarasögum Mobergs, í Carnegie Hall.

Helen Sjöholm fór þar líka með titilhlutverkið sem var sungið á ensku. Mun það vera ætlun þeirra Björns og Bennys að koma söngleiknum á svið vestra. Þá er rætt um framhaldsmynd af Mamma Mia! en þeir hafa ekki fengist til að staðfesta það. Í tilefni af vesturför þeirra kom út diskur vestra með úrvali af nýrri lögum Bennys en hann hefur lengi haldið úti slagarabandinu Benny Anderssons Orkester. Diskurinn geymir endurhljóðritanir og er með enskum textum.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.