Næturlífið færist vestur fyrir læk 2. október 2009 04:45 Bakkus. Skemmtistaðurinn Bakkus var opnaður um miðjan júlí og hefur fyllt það skarð sem skemmtistaðurinn Sirkus skildi eftir sig. Fréttablaðið/pjetur Heitustu skemmtistaðirnir eru nú flestir fyrir vestan Lækjargötu. Þessi þróun hefur átt sér stað á skömmum tíma en er í raun afturhvarf til þess sem áður var. Fréttablaðið kannaði málið. Fyrir aldamótin síðustu blómstraði skemmtanalífið í kringum Austurstræti og Hafnarstræti og borgarbúar sóttu skemmtistaði á borð við Gauk á Stöng, Tunglið, Wunderbar, Skuggabar, Thomsen og Kaffi Gróf. Nokkrum árum seinna voru skemmtistaðirnir fluttir á Laugaveginn og fáir skemmtu sér „hinum megin við læk“. Nú virðist sem skemmtanalíf hafi færst aftur í æðar Austurstrætis með tilkomu nýrra skemmtistaða. Á síðastliðnum mánuðum hafa æ fleiri skemmtistaðir litið dagsins ljós í kringum Austurstræti og má þar nefna Bakkus, Batteríið og Sódóma sem allir eru við Tryggvagötu, skemmtistaðina Austur og Jacobsen í Austurstræti og Kaffi Zimsen við Hafnarstræti. Skemmtistaðurinn Bakkus virðist hafa fyllt það skarð sem frægasti bar Íslands, Sirkus, skildi eftir sig. Margar helstu listaspírur borgarinnar sækja þennan stað og dreypa á pólskum vodka. Skemmti- og matsölustaðurinn Austur var einnig opnaður í sumar og er meðal annars í eigu fjölmiðlamannsins vinsæla, Ásgeirs Kolbeins, sem sést iðulega á staðnum um helgar. Jacobsen kom í stað skemmtistaðarins Rex og minnir stemningin þar nokkuð á stemninguna sem ríkti forðum daga á hinum goðsagnakennda stað Café Thomsen. Plötusnúðurinn Kristján Jónsson, betur þekktur sem Kiddi Bigfoot, hefur verið skemmtanastjóri og plötusnúður í hartnær tuttugu ár. Hann segir að þessu beri að fagna. „Hér í gamla daga var allt næturlífið vestan við Lækjargötu, þá var það miðdepillinn, en svo þegar Tunglið brann og Astró fór þá færðist þessi miðdepill ofar. Það er ánægjulegt hvað það er komið mikið líf í miðbæinn, ég held að það sé mikill kostur að hafa staðina svolítið dreifða um bæinn. Nú er bara að bíða og sjá hvort þessir nýju staðir haldi vinsældum sínum,“ segir Kristján. sara@frettabladid.is Tónleikastaðurinn Sódóma Hingað sækir fólk ýmsa tónlistarviðburði og kastar af sér vatni á útrásarvíkinga. Austur Skemmtistaðurinn var innréttaður af þeim Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur og Jóni Atla Helgasyni og þykir sérstaklega smekklegur. Kaffi ZImsen Skemmtistaðurinn býður upp á ódýran bjór og stutt er í næturnaslið því við hliðina eru tveir skyndibitastaðir. Hefur séð þetta allt áður Plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot fagnar því að vinsælir skemmtistaðir spretti aftur upp fyrir vestan læk. Hann segir það kost að hafa staðina dreifða um bæinn. Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Heitustu skemmtistaðirnir eru nú flestir fyrir vestan Lækjargötu. Þessi þróun hefur átt sér stað á skömmum tíma en er í raun afturhvarf til þess sem áður var. Fréttablaðið kannaði málið. Fyrir aldamótin síðustu blómstraði skemmtanalífið í kringum Austurstræti og Hafnarstræti og borgarbúar sóttu skemmtistaði á borð við Gauk á Stöng, Tunglið, Wunderbar, Skuggabar, Thomsen og Kaffi Gróf. Nokkrum árum seinna voru skemmtistaðirnir fluttir á Laugaveginn og fáir skemmtu sér „hinum megin við læk“. Nú virðist sem skemmtanalíf hafi færst aftur í æðar Austurstrætis með tilkomu nýrra skemmtistaða. Á síðastliðnum mánuðum hafa æ fleiri skemmtistaðir litið dagsins ljós í kringum Austurstræti og má þar nefna Bakkus, Batteríið og Sódóma sem allir eru við Tryggvagötu, skemmtistaðina Austur og Jacobsen í Austurstræti og Kaffi Zimsen við Hafnarstræti. Skemmtistaðurinn Bakkus virðist hafa fyllt það skarð sem frægasti bar Íslands, Sirkus, skildi eftir sig. Margar helstu listaspírur borgarinnar sækja þennan stað og dreypa á pólskum vodka. Skemmti- og matsölustaðurinn Austur var einnig opnaður í sumar og er meðal annars í eigu fjölmiðlamannsins vinsæla, Ásgeirs Kolbeins, sem sést iðulega á staðnum um helgar. Jacobsen kom í stað skemmtistaðarins Rex og minnir stemningin þar nokkuð á stemninguna sem ríkti forðum daga á hinum goðsagnakennda stað Café Thomsen. Plötusnúðurinn Kristján Jónsson, betur þekktur sem Kiddi Bigfoot, hefur verið skemmtanastjóri og plötusnúður í hartnær tuttugu ár. Hann segir að þessu beri að fagna. „Hér í gamla daga var allt næturlífið vestan við Lækjargötu, þá var það miðdepillinn, en svo þegar Tunglið brann og Astró fór þá færðist þessi miðdepill ofar. Það er ánægjulegt hvað það er komið mikið líf í miðbæinn, ég held að það sé mikill kostur að hafa staðina svolítið dreifða um bæinn. Nú er bara að bíða og sjá hvort þessir nýju staðir haldi vinsældum sínum,“ segir Kristján. sara@frettabladid.is Tónleikastaðurinn Sódóma Hingað sækir fólk ýmsa tónlistarviðburði og kastar af sér vatni á útrásarvíkinga. Austur Skemmtistaðurinn var innréttaður af þeim Hrafnhildi Hólmgeirsdóttur og Jóni Atla Helgasyni og þykir sérstaklega smekklegur. Kaffi ZImsen Skemmtistaðurinn býður upp á ódýran bjór og stutt er í næturnaslið því við hliðina eru tveir skyndibitastaðir. Hefur séð þetta allt áður Plötusnúðurinn Kiddi Bigfoot fagnar því að vinsælir skemmtistaðir spretti aftur upp fyrir vestan læk. Hann segir það kost að hafa staðina dreifða um bæinn.
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning