Erlent

Viðvörun til Vesturlanda

Ali Khameini
Ali Khameini

Ali Khameini, æðsti leiðtogi Írans, segir að afskipti leiðtoga Vestur­landa af stjórnmálum í Íran geti haft neikvæð áhrif á samskipti Írans við þessi lönd.

„Þessi stjórnvöld verða að gæta sín á fjandsamlegum ummælum sínum og framferði,“ segir Khameini. Hann ítrekaði jafnframt stuðning sinn við Mahmoud Ahmadinejad forseta og sagði úrslitin úr forsetakosningunum nýverið „varanlegan og hreinan sannleika“.

Stjórnarandstæðingar í Íran segja úrslitin orka tvímælis og leiðtogar á Vesturlöndum krefjast þess að írönsk stjórnvöld geri hreint fyrir sínum dyrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×