Innlent

Búast við mikilvægum áfanga á föstudag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Magnússon segir að stefnt sé að því að innlendar eignir fari inn í nýju bankana. Mynd/ Pjetur.
Gylfi Magnússon segir að stefnt sé að því að innlendar eignir fari inn í nýju bankana. Mynd/ Pjetur.
Enn er stefnt að því að kröfuhafar í gömlu bönkunum eignist hluti í nýju ríkisbönkunum eða eignist þá alla. Þetta sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra í upphafi fundar á Alþingi í dag. Gylfi gerir ráð fyrir að töluverður áfangi náist við endurreisn bankakerfisins í vikulok.

„Föstudagurinn næstkomandi verður töluverður merkisdagur. Þá verður stórt skref stigið til þess að gera upp og skilja á milli gömlu og nýju bankanna," segir Gylfi.

Gylfi segir að farið verði með eignir bankanna á þann hátt sem gert hafi verið ráð fyrir strax eftir bankahrun. Innlendar eignir, bæði slæmar og góðar, verði í nýju bönkunum en erlendar eignir verði áfram í gömlu bönkunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×