Erlent

Öryggisverðir reknir vegna hneykslismáls

Ein af myndunum sem var nýverið voru birtar.
Ein af myndunum sem var nýverið voru birtar.
Átta öryggisvörðum í sendiráði Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans, hefur verið sagt upp störfum vegna hneykslismáls. Verðirnir eru sakaðir um ósiðlega hegðun, þar á meðal að drekka áfengi af afturenda hvors annars. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar málið.

Verðirnir voru á mála hjá einkafyrirtækinu ArmorGroup sem var ráðið til að gæta öryggis starfsmanna sendiráðs Bandaríkjamanna í Kabúl. Í fyrradag voru birtar myndir frá samkomum í búðum fyrirtækisins nokkra kílómetra frá sendiráðinu. Þar sjást mennirnir meðal annars sjást vel við skál, naktir og pissandi fyrir framan hvorn annan.


Tengdar fréttir

Ósiðleg hegðun öryggisvarða í Kabúl rannsökuð

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mál sem varðar öryggisverði í sendiráði landsins í Afganistan. Verðirnir eru sakaðir um ósiðlega hegðun, þar á meðal að drekka áfengi af afturenda hvors annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×