Erlent

Ósiðleg hegðun öryggisvarða í Kabúl rannsökuð

Ein af myndunum sem hefur verið birt.
Ein af myndunum sem hefur verið birt.
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú mál sem varðar öryggisverði í sendiráði landsins í Afganistan. Verðirnir eru sakaðir um ósiðlega hegðun, þar á meðal að drekka áfengi af afturenda hvors annars.

Verðirnir voru á mála hjá einkafyrirtækinu ArmorGroup sem var ráðið til að gæta öryggis starfsmanna sendiráðs Bandaríkjamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans.

Á myndum sem hafa verið birtar frá samkomum í búðum þar sem mennirnir dvelja og eru nokkra kílómeta frá sendiráðinu, sjást öryggisverðirnir meðal annars vel við skál, naktir og pissandi fyrir framan hvorn annan.

Talsmaður utanríkisráðuneytið segir að málið sé litið alvarlegum augum og rannsókn sé hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×