Lífið

Heldur tónleika fyrir Ellu Dís

Lætur gott af sér leiða. Alan Jones býst við góðri mætingu á styrktartónleikana á fimmtudaginn, en um 160 manns hafa nú þegar staðfest komu sína á Facebook.
Lætur gott af sér leiða. Alan Jones býst við góðri mætingu á styrktartónleikana á fimmtudaginn, en um 160 manns hafa nú þegar staðfest komu sína á Facebook.

„Ég var í ræktinni þegar ég sá viðtal við móður Ellu Dísar. Það snerti mig og mér fannst ég verða að gera eitthvað,“ segir Alan Jones sem skipuleggur styrktartónleika á Spot í Kópavogi á fimmtudaginn 19. nóvember. Allur ágóðinn mun renna til Ellu Dísar, en hún hefur glímt við stigvaxandi lömun frá því að hún fæddist alheilbrigð árið 2006. Eftir fjölda rannsókna er enn óljóst hvað hrjáir Ellu Dís en móðir hennar, Ragna Erlendsdóttir, hefur nú fundið læknismeðferð í Ísrael sem gefur góða von um lækningu og mun ágóðinn nýtast til að fjármagna hana.

„Ég talaði við Kristínu Ósk Wium vinkonu mína sem hjálpaði mér að skipuleggja tónleikana. Allir sem við töluðum við voru tilbúnir að leggja þessu lið og þeir hjá Spot í Kópavogi voru tilbúnir að lána okkur staðinn endurgjaldslaust,“ útskýrir Alan, en auk hans og Kristínar koma meðal annars fram Edgar Smári, Thin Jim and the Castaways, Ingó Veðurguð, Ína Valgerður og María Magnúsdóttir.

Miðasala fer fram við innganginn og er miðaverð 1000 krónur en þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja leggja málefninu lið er bent á styrktarreikning Ellu Dísar 0525-15-020106, kt. 020106-3870. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.