Lokað á Akranesi en ríkið kaupir danska framleiðslu 25. ágúst 2009 04:00 Sementsverksmiðjan Hefur framleitt 5,5 milljónir tonna af sementi úr íslensku hráefni frá stofnun. „Við horfum fram á ískaldan vetur og stjórnvöld verða án tafar að grípa til aðgerða til að örva byggingariðnaðinn“, segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Framleiðslu verður hætt 1. nóvember og fyrirtækið er í verulegum vandræðum ef ekki rætist úr. Gunnar segir að samdráttur í framleiðslu fyrirtækisins í kjölfar efnahagshrunsins sé allt að 45 prósent og hvað nánasta framtíð ber í skauti sér fyrir verksmiðjuna snúi að stjórnvöldum í tvennum skilningi. „Það verður að ráðast í stórframkvæmdir og má nefna Búðarhálsvirkjun og Vaðlaheiðargöng í því sambandi. Það myndi hjálpa til ef fyrirtæki í eigu ríkisins myndu kaupa íslenska framleiðslu en ekki innflutt danskt sement.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir gagnrýnivert að á meðan íslenskt fyrirtæki berjist fyrir lífi sínu kaupi ríkið innflutt danskt sement í þúsunda tonna vís. „Aalborg Portland á Íslandi er búið að flytja inn 20 þúsund tonn af sementi á þessu ári fyrir 240 milljónir króna, og stærsti viðskiptavinurinn er Steypustöðin hf., sem er í eigu ríkisbankans Íslandsbanka. Vegagerðin notar líka danskt sement.“ Gunnar segir að 20 þúsund tonna framleiðsla myndi tryggja starfsemi Sementsverksmiðjunnar í tvo mánuði. Í verksmiðjunni starfa 45 manns en stöðvun hennar er talin koma við um 120 manns þegar afleidd störf eru tekin með í reikninginn. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það skjóta skökku við að ríkisfyrirtæki kaupi innflutta vöru á sama tíma og íslensk fyrirtæki berjast í bökkum. „Við höfum beint því til landsmanna og okkar félagsmanna að versla hverjir við aðra. Það gildir um þetta líka.“ Jón leggur áherslu á að í sjálfu sér sé ekkert út á kaup fyrirtækja á innfluttu sementi að setja í sjálfu sér. Málið snúist frekar um það hvort verksmiðjan verði sett í gang aftur og hvort hér verði dönsk einokun á sementi þegar fram í sækir. „Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir ákveða hvar þeir kaupa inn,“ segir Jón. - shá Gunnar Sigurðsson Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Við horfum fram á ískaldan vetur og stjórnvöld verða án tafar að grípa til aðgerða til að örva byggingariðnaðinn“, segir Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar á Akranesi. Framleiðslu verður hætt 1. nóvember og fyrirtækið er í verulegum vandræðum ef ekki rætist úr. Gunnar segir að samdráttur í framleiðslu fyrirtækisins í kjölfar efnahagshrunsins sé allt að 45 prósent og hvað nánasta framtíð ber í skauti sér fyrir verksmiðjuna snúi að stjórnvöldum í tvennum skilningi. „Það verður að ráðast í stórframkvæmdir og má nefna Búðarhálsvirkjun og Vaðlaheiðargöng í því sambandi. Það myndi hjálpa til ef fyrirtæki í eigu ríkisins myndu kaupa íslenska framleiðslu en ekki innflutt danskt sement.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir gagnrýnivert að á meðan íslenskt fyrirtæki berjist fyrir lífi sínu kaupi ríkið innflutt danskt sement í þúsunda tonna vís. „Aalborg Portland á Íslandi er búið að flytja inn 20 þúsund tonn af sementi á þessu ári fyrir 240 milljónir króna, og stærsti viðskiptavinurinn er Steypustöðin hf., sem er í eigu ríkisbankans Íslandsbanka. Vegagerðin notar líka danskt sement.“ Gunnar segir að 20 þúsund tonna framleiðsla myndi tryggja starfsemi Sementsverksmiðjunnar í tvo mánuði. Í verksmiðjunni starfa 45 manns en stöðvun hennar er talin koma við um 120 manns þegar afleidd störf eru tekin með í reikninginn. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir það skjóta skökku við að ríkisfyrirtæki kaupi innflutta vöru á sama tíma og íslensk fyrirtæki berjast í bökkum. „Við höfum beint því til landsmanna og okkar félagsmanna að versla hverjir við aðra. Það gildir um þetta líka.“ Jón leggur áherslu á að í sjálfu sér sé ekkert út á kaup fyrirtækja á innfluttu sementi að setja í sjálfu sér. Málið snúist frekar um það hvort verksmiðjan verði sett í gang aftur og hvort hér verði dönsk einokun á sementi þegar fram í sækir. „Þetta ættu menn að hafa í huga þegar þeir ákveða hvar þeir kaupa inn,“ segir Jón. - shá Gunnar Sigurðsson
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira