Innlent

Réðust á tvo lögreglumenn

Mennirnir réðust á sama stað og tíma á tvo lögreglumenn.
Mennirnir réðust á sama stað og tíma á tvo lögreglumenn.
Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að skalla lögreglumann, sem var við skyldustörf í Bankastræti, í ennið. Maðurinn játaði sök fyrir dómara í gær. Annar maður var einnig ákærður fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni við skyldustörf. Hann mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fyrrnefnda manninum var gefið að sök, auk árásarinnar á lögreglumanninn, að hafa haft á sér 4,4 grömm af amfetamíni, sem lögregla fann á honum við leit. Nokkru síðar tók lögregla manninn með amfetamín og marijúana. Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa í nokkur skipti stolið eldsneyti fyrir rúmlega fimmtíu þúsund krónur. Hann játaði stuldinn.

Hinn, sem ekki mætti, var ákærður fyrir að hafa veist að lögreglumanni með ofbeldi á sama stað og tíma og félagi hans. Hann sló á hendur lögreglumannsins, á vinstri vanga hans og reyndi að slá og sparka í hann. Þá kleip maðurinn ítrekað í læri og hendur lögreglumannsins, eftir að hann hafði verið handtekinn.

Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa verið með amfetamín á staðnum, svo og fleiri fíkniefnabrot. Þá er hann ákærður fyrir tvö þjófnaðarbrot. - jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×