Erlent

G20: Efnahagsástandið betra nú en í apríl

Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands á fundinum.
Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands á fundinum. MYND/GETTYIMAGES

Tuttugu helstu iðnveldi heims segja að efnahagsástandið í heiminum sé mun betra en á fundi þeirra í apríl síðastliðnum. Á þeim fundi var aðallega rætt um neyðarráðstafanir gegn kreppunni.

Á fundi sem nú stendur yfir í Lundúnum er hinsvegar lögð megináhersla á að finna leiðir til þess að byggja upp öruggara hagkerfi fyrir framtíðina.

Einnig er lögð áhersla á að hafa hemil á launum bankastarfsmanna og setja nýjar reglur um útlán. Margir bankamenn fengu óheyrilegar bónusgreiðslur fyrir að finna viðskiptavini sem þeir gátu lánað enn óheyrilegri upphæðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×