Erlent

Átta handteknir eftir póstrán

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Átta manns voru handteknir á sex stöðum í bresku borginni Birmingham í gærmorgun í mikilli lögregluaðgerð.

Áttmenningarnir eru grunaðir um að tengjast pósthúsráni í Fairfield, suður af Birmingham, á föstudaginn en þar var tæplega þrítugur sonur póstmeistarans skotinn til bana þegar fjórir grímuklæddir menn ruddust inn í pósthús, vopnaðir sleggju og skammbyssu. Ræningjarnir komust undan á stolnum bíl en lýsingar vitna komu lögreglu á sporið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×