Innlent

Á leið til lands eftir makrílveiðar

Floti tuttugu íslenskra fjölveiðiskipa, sem hafa verið að makrílveiðum að undanförnu, miðja vegu á milli Íslands og Færeyja, er nú á leið til landsins með afla, eftir að sjávarútvegsráðuneytið stöðvaði frekari makrílveiðar í gær.

Annarsvegar voru veiðarnar bannaðar þar sem skipin mokuðu upp afla af miklu kappi og lönduðu í bræðslu, en mun hærra verð fæst fyrir aflann ef sjómenn gefa sér ráðrúm til að vinna hann til manneldis.

Hinsvegar er svo langt gegnið á makrílkvótann að skipin geta lent í alvarlegum vandræðum þegar þau snúa sér að síldveiðum, því búast má við að töluvert af makríl slæðist með í síldaraflanum. Skipin þurfa því að eiga einhvern makrílkvóta til að mæta því.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×