Innlent

Tölvupóstar Geirs og AGS

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde

Geir H. Haarde hefur sent fjölmiðlum tölvupóstsamskipti sín og Poul Thomsen hjá IMF dagana 9. og 12. febrúar en það var á grundvelli þessarar samskipta var ákveðið að spyrja forsætisráðherra út í hina upphaflegu umsögn sjóðsins um frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann.

Það er framkvæmdarstjóri þingflokks Stjálfstæðismanna sem sendir fjölmiðlum tölvupóstanna í tilefni umræðna á Alþingi fyrr í dag og fréttatilkynningar forsætisráðuneytisins um samskipæti þess og AGS fyrr í dag.

Hér að neðan er fyrst íslensk þýðing á meginefni tölvupóstanna og að neðan afrit af póstunum sjálfum.

---

Spurning GHH til IMF 9. feb.:

Tilgangurinn með þessum tölvupósti er að grennslast fyrir um hvort þú eða aðrir í starfsliði IMF hafi sent íslenskum stjórnvöldum einhverjar athugasemdir varðandi fyrirliggjandi lagafrumvarp um breytingar á gildandi lögum um Seðlabanka Íslands. If svo er óska ég vinsamlega eftir eintaki af þeim athugasemdum.

Svar IMF 12. feb.:

Hvað varðar Seðlabankalögin, þá höfum við einmitt sent stjórnvöldum athugasemdir til bráðabirgða sem við gerum ráð fyrir að koma í endanlegt horf fljótlega. Í samræmi við fastar vinnureglur þá ganga athugasemdir okkar til stjórnvalda og það er stjórnvalda að ákveða hvort þeim er dreift til annarra. Ég vona að þú hafir skilning á því.


Tengdar fréttir

Geir segir Jóhönnu fara með rangt mál

Geir Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins kom í pontu á Alþingi í dag undir liðnum óundirbúnar fyrirspurnir þar sem hann spurði Jóhönnu Sigurðardóttur út í samskipti forsætisráðuneytisins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Geir sakaði Jóhönnu um að hafa sagt ósatt þegar hún sagði að fyrstu athugasemdir sjóðsins við nýju frumvarpi um Seðlabanka Íslands yrði að fara með sem trúnaðarmál.

Segir fullyrðingar Geirs Haarde ekki réttar

Forsætisráðuneytið hefur ákveðið að birta tölvupóstsamskipti milli ráðuneytisins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í tilefni orða Geirs H. Haarde á Alþingi í dag. Þar sagði Geir að forsætisráðherra hefði sagt ósatt um áskilinn trúnað AGS á athugasemdum sem sjóðurinn sendi stjórnvöldum fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×