Innlent

Búið að velja formenn fyrir bankaráðin

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að búið sé að óska eftir því við tvo einstaklinga að taka að sér formennsku í bankaráði Nýja Kaupþings og Nýja Glitnis.

Nýju formennirnir munu leysa af hólmi Magnús Gunnarsson hjá Kaupþingi og Val Valsson hjá Glitni sem völdu að segja af sér. Að sögn Steingríms var fyrir helgi undirbúið í fjármálaráðuneytinu að halda eigendafund til að ákveða skiptin með formlegum hætti.

„Ég vonast til að hægt verði að ljúka þessu fyrri hluta vikunnar," segir fjármálaráðherra sem kveðst ekki geta upplýst strax hverjir nýju bankaráðsformennirnir eru. „Menn þurfa tíma til að hugsa sig um," útskýrir hann. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×