Heilbrigð stemning í tónleikahaldi á Íslandi 31. október 2009 04:00 Gert af hugsjón. Frá Eagles heiðurstónleikum Eyjólfs Kristjánssonar í fyrra. Hann heldur aðra í kvöld. Ein af afleiðingum bankahrunsins fyrir ári er að Íslendingar eru orðnir miklu þakklátari fyrir það sem hér er boðið upp á. Það er blússandi mæting á tónleika og listviðburði, enda fáir svo sem á leiðinni til erlendra heimsborga að berja heimsfræg atriði augum á meðan gengið er eins og það er. En eru tónleika- og listviðburðahaldarar að standa sig? Hefur miðaverð hækkað úr hófi? Er íslenskt verð samkeppnishæft við erlent? „Ef eitthvað er hefur verð á minni tónleika lækkað,“ segir Ólafur Thorarensen hjá Miði.is. „Þá er ég að tala um á tónleika fyrir þúsund manns og minna. Miðaverð á stærri tónleika hefur svo staðið í stað, til dæmis er sama verð á Jólatónleika Björgvins og í fyrra.“ Ólafur staðfestir að miðasala á alla listviðburði hefur aukist. „Við sjáum aukningu í sölu bíómiða, leikhúsmiða og á smærri tónleika, en sala á stærri tónleika hefur dregist saman, fyrst og fremst vegna þess að það eru svo fáir stórir tónleikar í boði!“ „Það sýndi sig bæði á Airwaves og á Ragga Bjarna-tónleikunum að landann þyrstir í tónleika,“ segir Ingólfur Magnússon, framkvæmdastjóri tækjaleigunnar Exton. Hann segir fyrirtækið ekki hafa hækkað gjaldskrána eftir hrun. „Það halda allir að sér höndum, við jafnt sem tónleikahaldarar. Við erum því með sama góðgerðadílinn og venjulega.“Þyrfti að kosta miklu meirameiri tilfinning fyrir peningunum Kristján Freyr (glápandi á barnið) ásamt félögum sínum í Reykjavík!Eyjólfur Kristjánsson heldur Eagles-heiðurstónleika í Háskólabíói í kvöld. Miðinn kostar 6.900 krónur. „Ég hélt svona tónleika í Borgarleikhúsinu í mars í fyrra og þá minnir mig að miðinn hafi kostað 5.900 kr. Ég sé það að núna hefði miðinn átt að kosta miklu meira!“ segir hann og hlær. Honum finnst miðaverðið alls ekkert of hátt. „Nei, ekki fyrir þriggja tíma skemmtun með öllu þessu fólki. Það kostar rúmar sex milljónir að halda þessa tónleika og Háskólabíó tekur 970 manns. Svo þarf ég að rífa nokkur sæti í burtu til að koma fyrir mixer. Fólk sér því að ég er ekki að labba í burtu með margar milljónir í vasanum. Ég held án gríns að ég hafi reiknað það út að ef ég sel alla miðana fái ég 150 þúsund krónur í minn hlut! En það er gaman að gera eitthvað af hugsjón líka. Fólk þarf á svona að halda í þessu árferði. Það er gospelkór, rosalegt band og allir helstu söngvarar þjóðarinnar. Ég held að Eagles sjálfir séu ekkert að koma. Ætli miðinn þyrfti ekki að kosta hundrað þúsund kall á þá!“ Meiri samkenndÖll tónlistarsenan nýtur góðs af breyttu viðhorfi landans til innlendrar skemmtunar, líka rokksenan. „Það er frábær mæting og frábær stemming. Þetta sást til dæmis vel á Airwaves,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, trommuleikari rokksveitarinnar Reykjavík! „Sem tónlistarmaður finn ég fyrir meiri samkennd í bransanum en áður, menn eru klappandi hver öðrum á bakið út í eitt. Svo er eins og gestir séu mun tilbúnari en áður að borga sig inn. Í góðærinu þurfti að dekstra fólk á tónleika með bjór, plötu og sængurverasetti, en samt vældi fólk yfir því ef það þurfti að borga 500 kall inn. Nú borga gestir þúsund kall og segja ekki múkk, finnst það bara sjálfsagt. Það er eins og fólk sé búið að fá meiri tilfinningu fyrir peningunum sínum. Það er eitthvað heilbrigt og fallegt við stemminguna.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Ein af afleiðingum bankahrunsins fyrir ári er að Íslendingar eru orðnir miklu þakklátari fyrir það sem hér er boðið upp á. Það er blússandi mæting á tónleika og listviðburði, enda fáir svo sem á leiðinni til erlendra heimsborga að berja heimsfræg atriði augum á meðan gengið er eins og það er. En eru tónleika- og listviðburðahaldarar að standa sig? Hefur miðaverð hækkað úr hófi? Er íslenskt verð samkeppnishæft við erlent? „Ef eitthvað er hefur verð á minni tónleika lækkað,“ segir Ólafur Thorarensen hjá Miði.is. „Þá er ég að tala um á tónleika fyrir þúsund manns og minna. Miðaverð á stærri tónleika hefur svo staðið í stað, til dæmis er sama verð á Jólatónleika Björgvins og í fyrra.“ Ólafur staðfestir að miðasala á alla listviðburði hefur aukist. „Við sjáum aukningu í sölu bíómiða, leikhúsmiða og á smærri tónleika, en sala á stærri tónleika hefur dregist saman, fyrst og fremst vegna þess að það eru svo fáir stórir tónleikar í boði!“ „Það sýndi sig bæði á Airwaves og á Ragga Bjarna-tónleikunum að landann þyrstir í tónleika,“ segir Ingólfur Magnússon, framkvæmdastjóri tækjaleigunnar Exton. Hann segir fyrirtækið ekki hafa hækkað gjaldskrána eftir hrun. „Það halda allir að sér höndum, við jafnt sem tónleikahaldarar. Við erum því með sama góðgerðadílinn og venjulega.“Þyrfti að kosta miklu meirameiri tilfinning fyrir peningunum Kristján Freyr (glápandi á barnið) ásamt félögum sínum í Reykjavík!Eyjólfur Kristjánsson heldur Eagles-heiðurstónleika í Háskólabíói í kvöld. Miðinn kostar 6.900 krónur. „Ég hélt svona tónleika í Borgarleikhúsinu í mars í fyrra og þá minnir mig að miðinn hafi kostað 5.900 kr. Ég sé það að núna hefði miðinn átt að kosta miklu meira!“ segir hann og hlær. Honum finnst miðaverðið alls ekkert of hátt. „Nei, ekki fyrir þriggja tíma skemmtun með öllu þessu fólki. Það kostar rúmar sex milljónir að halda þessa tónleika og Háskólabíó tekur 970 manns. Svo þarf ég að rífa nokkur sæti í burtu til að koma fyrir mixer. Fólk sér því að ég er ekki að labba í burtu með margar milljónir í vasanum. Ég held án gríns að ég hafi reiknað það út að ef ég sel alla miðana fái ég 150 þúsund krónur í minn hlut! En það er gaman að gera eitthvað af hugsjón líka. Fólk þarf á svona að halda í þessu árferði. Það er gospelkór, rosalegt band og allir helstu söngvarar þjóðarinnar. Ég held að Eagles sjálfir séu ekkert að koma. Ætli miðinn þyrfti ekki að kosta hundrað þúsund kall á þá!“ Meiri samkenndÖll tónlistarsenan nýtur góðs af breyttu viðhorfi landans til innlendrar skemmtunar, líka rokksenan. „Það er frábær mæting og frábær stemming. Þetta sást til dæmis vel á Airwaves,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, trommuleikari rokksveitarinnar Reykjavík! „Sem tónlistarmaður finn ég fyrir meiri samkennd í bransanum en áður, menn eru klappandi hver öðrum á bakið út í eitt. Svo er eins og gestir séu mun tilbúnari en áður að borga sig inn. Í góðærinu þurfti að dekstra fólk á tónleika með bjór, plötu og sængurverasetti, en samt vældi fólk yfir því ef það þurfti að borga 500 kall inn. Nú borga gestir þúsund kall og segja ekki múkk, finnst það bara sjálfsagt. Það er eins og fólk sé búið að fá meiri tilfinningu fyrir peningunum sínum. Það er eitthvað heilbrigt og fallegt við stemminguna.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira