Innlent

Björg staðfestir boðið í dómsmálaráðuneytið

Björg Thorarensen lagaprófessor.
Björg Thorarensen lagaprófessor.

Björgu Thorarensen var boðið sæti dómsmálaráðherra í væntanlegri ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Björg staðfesti þetta við fréttastofu nú undir kvöld. Hún vildi að öðru leyti ekkert láta hafa eftir sér um þetta mál að svo stöddu.

Í morgun var búist við því að ný ríkisstjórn yrði kynnt áður en dagur yrði að kvöldi kominn. Nú virðist málið vera í einhverri upplausn því að fulltrúar Framsóknarflokksins hafa sagt að þeir búist ekki við því að stjórnarskiptin geti átt sér stað fyrr en á mánudag.

Björg er prófessor í lögfræði og forseti lagadeildar. Helstu rannsóknarsvið hennar eru stjórnskipunarréttur, alþjóðlegar mannréttindareglur og þjóðaréttur. Björg er gift Markúsi Sigurbjörnssyni hæstaréttardómara.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.