Blanda af heimsku og dirfsku 15. október 2009 08:00 Fyrsta kvikmynd Þorsteins Gunnars verður frumsýnd í dag. Fréttablaðið/Stefán Íslenska kvikmyndin Jóhannes verður frumsýnd í dag en þetta er fyrsta kvikmynd leikstjórans, Þorsteins Gunnars Jónssonar. Kvikmyndin fékk enga styrki úr kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar en náði engu að síður á leiðarenda. „Ég hef upplifað ýmislegt, en get ekki sagt að það hafi verið í líkingu við þennan dag í lífi Jóhannesar. Mér hefur ekki verið hent út úr íbúð nöktum, eltur af ofbeldismanni og fíkniefnalögreglunni um leið, og lent í rassíu frá sérsveitinni svo eitthvað sé nefnt. Að minnsta kosti ekki á sama deginum,“ segir Þorsteinn leikstjóri þegar hann er spurður að því hvort hann hafi einhvern tímann upplifað dag í sínu lífi þar sem allt fer úrskeiðis. Eins og gerist hjá Jóhannesi í samnefndri kvikmynd. Hún er um margt söguleg, þó fyrst og fremst vegna þess að hún er fyrsta kvikmynd Ladda þar sem hann er í aðalhlutverki. Allir lögðust á eittÞorsteinn er að upplagi Árbæingur. Hann ákvað snemma að gerast kvikmyndagerðarmaður, nam fræðin við Kvikmyndaskóla Íslands og hélt síðan út til London og stúderaði leiklist við Central School of Speech and Drama í London. Þar las hann bók Helga Ingólfssonar, Andsælis á auðnuhjólinu, og fékk strax þá hugmynd að færa hana yfir á hvíta tjaldið. Hann lagðist strax í handritagerð þegar náminu í London var lokið, svo var bara komið heim og þá átti að gera bíómynd. En rétt eins og margir ungir íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru veggirnir margir og sumir virðast nánast ókleifir. Jóhannes er ein fárra mynda sem gerð er án styrkja úr kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þorsteinn segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju myndin fékk engan styrk. „Ég skal ekki segja af hverju þessi mynd fékk ekki styrk. En það er að sjálfsögðu ekki hægt að ætlast til þess að fá kvikmyndastyrk þegar maður er nýkominn heim úr námi. En við ákváðum að kýla bara á þetta. Heimska? Jú, kannski er þetta blanda af heimsku og dirfsku. En það var mikið af góðu fólki sem vann í þessu verkefni og gerði þetta mögulegt, það lögðust allir á eitt og það er kannski ekkert síðra en að hafa styrki.“ Mikill heiðurÓhætt er að fullyrða að Þorsteinn hafi fengið fljúgandi start á kvikmyndaferlinum. Auk Ladda leika Stefán Karl Stefánsson, Herdís Þorvaldsdóttir og fleiri þjóðþekktir Íslendingar aðalhlutverkin í myndinni. Að ógleymdri sjálfri alheimsfegurðardrottningunni, Unni Birnu. „Það kom rosalega skemmtilega á óvart að þetta fólk vildi allt taka þátt. Og frábær heiður fyrir mig sem byrjanda að vinna með þessum leikurum.“ Þorsteinn bætir því við að hann hafi hins vegar fyrst talað við Ladda, þeir hafi náð vel saman og eftir það byrjaði boltinn að rúlla. Og leikstjórinn á varla orð til að lýsa þessum vinsælasta gamanleikara þjóðarinnar. „Ég held að það sé ekki hægt að finna meira „professional“ mann og þægilegri til að vinna með, sem hentaði mjög vel þar sem þetta er mín fyrsta mynd. Hvað leikarahæfileika hans varðar get ég sagt frá því að í einni senunni sem var tekin upp síðast, datt mér í hug rétt fyrir töku að hann myndi gráta í atriðinu. Ég laumaði því að honum að ef það væri möguleiki þá væri það frábært. Ég kallaði „gjörðu svo vel“ og hann grét í atriðinu. Fólkið á settinu varð eiginlega bara slegið. Ég held að það sé ekki algengt að karlleikarar geti bara grátið svona á „q-i“, einn tveir og þrír.“ Vantar léttmetiÞorsteinn kveðst líta þannig á að mikil þörf sé fyrir svona „léttari“ myndir um þessar mundir og bendir meðal annars á glimrandi aðsókn á Algjöran svepp og Leitina að Villa en síðast þegar fréttist höfðu yfir tuttugu þúsund manns séð myndina. „Ég held reyndar að vegna ástandsins í þjóðfélaginu hafi þetta verkefni náð að verða að veruleika. Allir virtust vera tilbúnir að vera með og taka þátt í einhverju skemmtilegu, þótt það væri kannski á öðruvísi forsendum heldur en gengur og gerist.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Jóhannes verður frumsýnd í dag en þetta er fyrsta kvikmynd leikstjórans, Þorsteins Gunnars Jónssonar. Kvikmyndin fékk enga styrki úr kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar en náði engu að síður á leiðarenda. „Ég hef upplifað ýmislegt, en get ekki sagt að það hafi verið í líkingu við þennan dag í lífi Jóhannesar. Mér hefur ekki verið hent út úr íbúð nöktum, eltur af ofbeldismanni og fíkniefnalögreglunni um leið, og lent í rassíu frá sérsveitinni svo eitthvað sé nefnt. Að minnsta kosti ekki á sama deginum,“ segir Þorsteinn leikstjóri þegar hann er spurður að því hvort hann hafi einhvern tímann upplifað dag í sínu lífi þar sem allt fer úrskeiðis. Eins og gerist hjá Jóhannesi í samnefndri kvikmynd. Hún er um margt söguleg, þó fyrst og fremst vegna þess að hún er fyrsta kvikmynd Ladda þar sem hann er í aðalhlutverki. Allir lögðust á eittÞorsteinn er að upplagi Árbæingur. Hann ákvað snemma að gerast kvikmyndagerðarmaður, nam fræðin við Kvikmyndaskóla Íslands og hélt síðan út til London og stúderaði leiklist við Central School of Speech and Drama í London. Þar las hann bók Helga Ingólfssonar, Andsælis á auðnuhjólinu, og fékk strax þá hugmynd að færa hana yfir á hvíta tjaldið. Hann lagðist strax í handritagerð þegar náminu í London var lokið, svo var bara komið heim og þá átti að gera bíómynd. En rétt eins og margir ungir íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru veggirnir margir og sumir virðast nánast ókleifir. Jóhannes er ein fárra mynda sem gerð er án styrkja úr kvikmyndasjóði Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þorsteinn segist ekki hafa neina eina skýringu á því af hverju myndin fékk engan styrk. „Ég skal ekki segja af hverju þessi mynd fékk ekki styrk. En það er að sjálfsögðu ekki hægt að ætlast til þess að fá kvikmyndastyrk þegar maður er nýkominn heim úr námi. En við ákváðum að kýla bara á þetta. Heimska? Jú, kannski er þetta blanda af heimsku og dirfsku. En það var mikið af góðu fólki sem vann í þessu verkefni og gerði þetta mögulegt, það lögðust allir á eitt og það er kannski ekkert síðra en að hafa styrki.“ Mikill heiðurÓhætt er að fullyrða að Þorsteinn hafi fengið fljúgandi start á kvikmyndaferlinum. Auk Ladda leika Stefán Karl Stefánsson, Herdís Þorvaldsdóttir og fleiri þjóðþekktir Íslendingar aðalhlutverkin í myndinni. Að ógleymdri sjálfri alheimsfegurðardrottningunni, Unni Birnu. „Það kom rosalega skemmtilega á óvart að þetta fólk vildi allt taka þátt. Og frábær heiður fyrir mig sem byrjanda að vinna með þessum leikurum.“ Þorsteinn bætir því við að hann hafi hins vegar fyrst talað við Ladda, þeir hafi náð vel saman og eftir það byrjaði boltinn að rúlla. Og leikstjórinn á varla orð til að lýsa þessum vinsælasta gamanleikara þjóðarinnar. „Ég held að það sé ekki hægt að finna meira „professional“ mann og þægilegri til að vinna með, sem hentaði mjög vel þar sem þetta er mín fyrsta mynd. Hvað leikarahæfileika hans varðar get ég sagt frá því að í einni senunni sem var tekin upp síðast, datt mér í hug rétt fyrir töku að hann myndi gráta í atriðinu. Ég laumaði því að honum að ef það væri möguleiki þá væri það frábært. Ég kallaði „gjörðu svo vel“ og hann grét í atriðinu. Fólkið á settinu varð eiginlega bara slegið. Ég held að það sé ekki algengt að karlleikarar geti bara grátið svona á „q-i“, einn tveir og þrír.“ Vantar léttmetiÞorsteinn kveðst líta þannig á að mikil þörf sé fyrir svona „léttari“ myndir um þessar mundir og bendir meðal annars á glimrandi aðsókn á Algjöran svepp og Leitina að Villa en síðast þegar fréttist höfðu yfir tuttugu þúsund manns séð myndina. „Ég held reyndar að vegna ástandsins í þjóðfélaginu hafi þetta verkefni náð að verða að veruleika. Allir virtust vera tilbúnir að vera með og taka þátt í einhverju skemmtilegu, þótt það væri kannski á öðruvísi forsendum heldur en gengur og gerist.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira