Lífið

Mikil dansgleði í Iðnó

Fjölbreytt dagskrá Nemendur DanceCenter hafa æft af miklum eldmóði fyrir sýninguna í Iðnó sem hefst klukkan 15 í dag.
Fréttablaðið/STefán Karlsson
Fjölbreytt dagskrá Nemendur DanceCenter hafa æft af miklum eldmóði fyrir sýninguna í Iðnó sem hefst klukkan 15 í dag. Fréttablaðið/STefán Karlsson

„Það verður mikill jólaandi yfir þessu,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri DanceCenter Reykjavík, sem heldur jólasýningu í Iðnó í dag klukkan 15. Nemendur skólans eru á aldrinum fimm ára upp í 38 ára og lofar Nanna kraftmikilli og fjölbreyttri sýningu.

„Við fylgjumst vel með því nýjasta í dansheiminum bæði hér og erlendis og erum stöðugt að þróa nýja stíla. Á sýningunni verður meðal annars sýnt atriði sem heitir Barátta sem var samið sérstaklega fyrir fjáröflun fyrir rannsóknir og greiningu brjóstakrabbameins og kraftmikið atriði frá Unglist 2009 þar sem fjöldi stráka tekur þátt,“ útskýrir Nanna.

„Það er fullt af strákum sem hefur gaman af að dansa, en eru ekki að fara í dansskólana. Það er sem betur fer aukning á því og við ætlum því að vera með sérstök námskeið á nýju ári fyrir strákahópa,“ segir hún. - ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.