Sjálfsefi og ást á sólóplötu 21. nóvember 2009 05:00 snorri helgason Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Hann er þekkastur sem meðlimur Sprengjuhallarinnar en stígur núna einn fram á sjónarsviðið. Nýja platan nefnist I"m Gonna Put My Name On Your Door og hefur að geyma ellefu ný lög eftir Snorra. Hann byrjaði að huga að plötunni í desember í fyrra þegar ljóst var að Sprengjuhöllin væri á leiðinni í frí um óákveðinn tíma. Tónlistin er nokkuð frábrugðin Sprengjuhöllinni. Meiri áhersla er lögð á kassagítarleik og söngurinn er allur á ensku. „Ég hlustaði mikið á þjóðlagatónlist og blús þegar ég byrjaði að vinna í þessu og það kannski hefur áhrif," segir Snorri um plötuna. Textarnir eru af ýmsum toga. „Þarna er mikið um sjálfsefa og eitthvað svoleiðis. Síðan eru þarna líka mjög hefðbundin ástarlög. Þetta eru alls konar vangaveltur." Í helmingi laganna er Snorri með hljómsveit sér til halds og trausts þar sem félagi hans úr Sprengjuhöllinni, Sigurður Tómas Guðmundsson, mundar trommukjuðana. Í hinum helmingnum er hann einn á ferðinni með kassagítarinn og nýtur þar aðstoðar frá upptökustjóranum og hljómborðsleikaranum Kristni Gunnari Blöndal. Snorri ætlar að fylgja nýju plötunni vel á eftir hér heima og er lagður af stað í tónleikaferð um landið með Hjaltalín og Heiðurspiltunum þar sem Sigríður Thorlacius er í fararbroddi. Tónleikaferð erlendis er síðan fyrirhuguð í janúar. „Ég er að skoða alls konar möguleika. Ég er að reyna að stilla einhverju upp með útgáfu og fleira erlendis," segir hann og býst við því að byrja í Evrópu. „Þar eru sterkari tengsl en annars er ég opinn fyrir öllu. Mig langar mjög mikið að komast á Bandaríkjamarkað líka."freyr@frettabladid.is Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. Hann er þekkastur sem meðlimur Sprengjuhallarinnar en stígur núna einn fram á sjónarsviðið. Nýja platan nefnist I"m Gonna Put My Name On Your Door og hefur að geyma ellefu ný lög eftir Snorra. Hann byrjaði að huga að plötunni í desember í fyrra þegar ljóst var að Sprengjuhöllin væri á leiðinni í frí um óákveðinn tíma. Tónlistin er nokkuð frábrugðin Sprengjuhöllinni. Meiri áhersla er lögð á kassagítarleik og söngurinn er allur á ensku. „Ég hlustaði mikið á þjóðlagatónlist og blús þegar ég byrjaði að vinna í þessu og það kannski hefur áhrif," segir Snorri um plötuna. Textarnir eru af ýmsum toga. „Þarna er mikið um sjálfsefa og eitthvað svoleiðis. Síðan eru þarna líka mjög hefðbundin ástarlög. Þetta eru alls konar vangaveltur." Í helmingi laganna er Snorri með hljómsveit sér til halds og trausts þar sem félagi hans úr Sprengjuhöllinni, Sigurður Tómas Guðmundsson, mundar trommukjuðana. Í hinum helmingnum er hann einn á ferðinni með kassagítarinn og nýtur þar aðstoðar frá upptökustjóranum og hljómborðsleikaranum Kristni Gunnari Blöndal. Snorri ætlar að fylgja nýju plötunni vel á eftir hér heima og er lagður af stað í tónleikaferð um landið með Hjaltalín og Heiðurspiltunum þar sem Sigríður Thorlacius er í fararbroddi. Tónleikaferð erlendis er síðan fyrirhuguð í janúar. „Ég er að skoða alls konar möguleika. Ég er að reyna að stilla einhverju upp með útgáfu og fleira erlendis," segir hann og býst við því að byrja í Evrópu. „Þar eru sterkari tengsl en annars er ég opinn fyrir öllu. Mig langar mjög mikið að komast á Bandaríkjamarkað líka."freyr@frettabladid.is
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira