Ótrúlegar vinsældir Stiegs Larsson 15. október 2009 06:00 Millennium-æðið er heldur betur í fullum gangi hér á landi. Íslendingar fá ekki nóg af Lisbeth Salander. Fjórtán þúsund manns hafa séð kvikmyndina Stúlkan sem lék sér að eldinum síðan hún var frumsýnd 2. október. Að auki hafa um sex þúsund eintök selst af samnefndri bók sem var gefin út í íslenskri þýðingu 18. september. „Þetta er bara algjört æði, það hefði enginn getað látið sig dreyma um þetta. Þetta er bara mjög óvenjulegt,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá útgáfunni Bjarti. „Hún nær á mánuði því sem hin tók á ári,“ bætir hún við og á þar við fyrstu bókina í Millennium-þríleiknum, Karlar sem hata konur. Hún hefur selst í um sex þúsund eintökum innbundin síðan hún kom út í október í fyrra. Eftir að hún kom út í kilju hafa níu þúsund eintök bæst við. Þriðja og síðasta bókin, Loftkastalinn sem hrundi, er væntanleg í íslenskri þýðingu í næsta mánuði. Ensk þýðing hennar er þegar komin í búðir og hefur selst vel. Guðrún segir að þeir sem geti ekki beðið eftir íslensku þýðingunni fái sér hana. Engu að síður hefur hún heyrt kvartanir. „Hann er allt öðruvísi þessi skandinavíski heimur sem við höfum aðgang að. Mér skilst að fólki finnist hann ekki komast nógu vel til skila í ensku útgáfunni.“ Hvað varðar kvikmyndina er hún skammt undan Körlum sem hata konur í aðsókn miðað við jafnlangan sýningartíma. Nítján þúsund manns sáu hana á jafnlöngu tímabili og endaði aðsóknin í 52 þúsund gestum. Hún er önnur mest sótta mynd ársins hjá Senu á eftir Hangover. Að auki er DVD-mynddiskurinn með Körlum sem hata konur uppseldur hjá útgefanda. Sex þúsund eintök eru farin og er von á nýrri sendingu von bráðar. - fb Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira
Fjórtán þúsund manns hafa séð kvikmyndina Stúlkan sem lék sér að eldinum síðan hún var frumsýnd 2. október. Að auki hafa um sex þúsund eintök selst af samnefndri bók sem var gefin út í íslenskri þýðingu 18. september. „Þetta er bara algjört æði, það hefði enginn getað látið sig dreyma um þetta. Þetta er bara mjög óvenjulegt,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá útgáfunni Bjarti. „Hún nær á mánuði því sem hin tók á ári,“ bætir hún við og á þar við fyrstu bókina í Millennium-þríleiknum, Karlar sem hata konur. Hún hefur selst í um sex þúsund eintökum innbundin síðan hún kom út í október í fyrra. Eftir að hún kom út í kilju hafa níu þúsund eintök bæst við. Þriðja og síðasta bókin, Loftkastalinn sem hrundi, er væntanleg í íslenskri þýðingu í næsta mánuði. Ensk þýðing hennar er þegar komin í búðir og hefur selst vel. Guðrún segir að þeir sem geti ekki beðið eftir íslensku þýðingunni fái sér hana. Engu að síður hefur hún heyrt kvartanir. „Hann er allt öðruvísi þessi skandinavíski heimur sem við höfum aðgang að. Mér skilst að fólki finnist hann ekki komast nógu vel til skila í ensku útgáfunni.“ Hvað varðar kvikmyndina er hún skammt undan Körlum sem hata konur í aðsókn miðað við jafnlangan sýningartíma. Nítján þúsund manns sáu hana á jafnlöngu tímabili og endaði aðsóknin í 52 þúsund gestum. Hún er önnur mest sótta mynd ársins hjá Senu á eftir Hangover. Að auki er DVD-mynddiskurinn með Körlum sem hata konur uppseldur hjá útgefanda. Sex þúsund eintök eru farin og er von á nýrri sendingu von bráðar. - fb
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira