Enski boltinn

Gerrard: Pepe Reina er sá besti í sinni stöðu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepe Reina og Steven Gerrard.
Pepe Reina og Steven Gerrard. Mynd/GettyImages

Pepe Reina. markvörður Liverpool, situr oft í skugganum þegar kemur að sviðsljósi fjölmiðlanna bæði í ensku úrvalsdeildinni og með spænska landsliðinu.

Í ensku úrvalsdeildinni tala flestir um ágæti Hollendingsins Edwin van der Sar í marki Manchester United og þegar kemur að spænska landsliðinu þá er sætið frátekið fyrir hinn frábæra Iker Casillas.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, finnst þá ástæða til að hrósa sínum manni á heimasíðu félagsins en umfjöllun er um Reina eftir að hann varð fljótasti markvörðurinn í sögu Liverpool til að ná því að halda 100 sinnum hreinu.

„Við erum rosalega ánægðir með markvörðinn okkar og að mínu mati er Pepe líklega sá besti í heiminum í sinni stöðu í dag," sagði Gerrard.

"Í sigrinum á undanförnu þá hefur Pepe spilað stórt hlutverk með mikilvægum markvörslum á lykiltímum í leikjunum og þá hefur hann auk þess búið til mörk fyrir okkur með flottum sendingum fram völlinn," sagði Gerrard.

„Við vitum nákvæmlega hversu góður hann er að hann er örugglega í hópi þeirra bestu í heimi," sagði Gerrard í stuttu viðtali á heimasíðu Liverpool.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×