Innlent

Vel viðunandi bókajól

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arnaldur Indriðason er á toppnum eins og svo oft áður. Mynd/ Pjetur.
Arnaldur Indriðason er á toppnum eins og svo oft áður. Mynd/ Pjetur.
Svörtuloft Arnaldar Indriðasonar, Brauð og kökubók Hagkaups og matreiðslubók Jóa Fel eru á meðal mest seldu bókanna fyrir þessi jól. Þetta kom fram í máli Kristjáns B. Jónassonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefanda, í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Kristján segir erfitt að segja nákvæmlega til um hve mikið af bókum hafi selst fyrir þessi jól fyrr en búið verði að taka heildartöluna saman. Því verður lokið í kringum þann 20. janúar. Kristján segir að rithöfundar og bókaútgefendur geti vel við unað þessi jólin.

Kristján segir að bóksala hafi aukist gríðarlega á undanförnum árum. Fyrir áratug síðast hafi vinsælustu bækurnar verið að seljast í 10 þúsund eintökum en nú seljist vinsælustu bækurnar í 20 þúsund eintökum og þær næstvinsælustu seljist í 8 - 12 þúsund eintökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×