Lífið

Vildi að hún hefði aldrei byrjað að reykja

Svanhildur Benediktsdóttir hvetur fólk til að byrja aldrei að reykja.
Svanhildur Benediktsdóttir hvetur fólk til að byrja aldrei að reykja.
„Ég sé að sjálfsögðu eftir því í dag að hafa nokkurn tímann byrjað að reykja," segir Svanhildur Benediktsdóttir, fimm barna móðir og baráttujaxl frá Reykjanesbæ. Hún reykti í fjölda ára og nú er svo komið að hún er með ólæknandi lungnakrabbamein. Rætt verður við Svanhildi í Íslandi í dag í kvöld þar sem hún segir frá veikindum sínum, einkennilegu viðmóti fólks, reiði fjölskyldumeðlima í hennar garð og síðast en ekki síst hvers vegna fólk ætti aldrei að byrja að reykja. Íslandi í dag hefst klukkan 18:55 í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.