AGS lofar endurreisn efnahagslífsins 30. október 2009 04:00 Franek Rozwadowski og Mark Flanagan Stýrivextir hefðu þurft að vera á bilinu fjörutíu til fimmtíu prósent til að halda erlendu fjármagni í landinu eftir hrunið. Gjaldeyrishöft eru því viðunandi, segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Fréttablaðið/stefán „Við höfum fremur áhyggjur af auknu atvinnuleysi en skuldum heimila og fyrirtækja. Í næstu endurskoðun okkar munum við horfa til þess að draga úr hættunni á uppsögnum enda kann það að auka vanda heimilanna,“ segir Mark Flanagan, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í málefnum Íslands. Hann hélt símafund í gær í Washington í Bandaríkjunum fyrir blaðamenn í gær. Fundinn sat Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS hér á landi. Sjóðurinn samþykkti fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands í fyrradag.Tafir í átta mánuðiAGS samþykkti að lána stjórnvöldum 2,1 milljarð dala fyrir tæpu ári og skildi fyrsta greiðslan innt af hendi að lokinni fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. Þetta var fimmta lánaumsókn Íslendinga síðan 1960. Síðast veitti sjóðurinn stjórnvöldum lán vegna útflutningsbrests árið 1982. Sendinefnd á vegum AGS kom hingað til lands í byrjun desember. Fyrsta formlega endurskoðun efnahagsáætlunarinnar átti að fara fram í febrúar á þessu ári. Stjórnarskipti í febrúar og alþingiskosningar í apríl urðu hins vegar til að tefja endurskoðunina. Lítið gerðist þrátt fyrir væntingar um hið gagnstæða þar til í fyrradag.Flanagan var spurður hvort Icesave-deilur milli Íslendinga, Breta og Hollendinga hefðu verið ástæða þess að endurskoðunin tafðist svo mánuðum skipti. Hann sagði svo ekki vera, nema með óbeinum hætti. Dregist hafi að tryggja fjármögnun lánveitinga til handa Íslendingum og nauðsynlegt hafi verið að ná lendingu við alla sem að málinu koma. Áður hefur komið fram að þar var óbeint átt við Breta og Hollendinga. Nú þegar málið er í höfn telur Flanagan lánveitingar frá AGS og fleirum skila sér fljótlega, jafnvel í dag eða fljótlega eftir helgi.Lánsfjárhæðin frá AGS nemur 167,5 milljónum dala, jafnvirði 21 milljarði króna. Því til viðbótar má vænta lána frá Norðurlöndunum upp á 625 milljarða króna, jafnvirði 78 milljarða króna. Heildarfjárhæðin nemur um hundrað milljörðum.Legið hefur fyrir að lánin frá AGS og öðrum þjóðum verða notuð bæði til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs og styðja við gengi krónunnar með óbeinum hætti. Flanagan sagði ekkert því til fyrirstöðu að ríkið nýtti lánið til að endurfjármagna eldri lán, ekki síst þau lán sem eru á gjalddaga á næstu þremur árum og á hærri vöxtum. „Það er leyfilegt, jafnvel fýsilegur kostur í einhverjum tilvikum,“ segir hann.Betri tíð á nýju áriFlanagan segir endurreisn íslenska efnahagslífsins ganga almennt vel, jafnvel þótt skuldir þjóðarbúsins hafi reynst hærri en AGS ætlaði í fyrstu. Erlendar skuldir eru nú rúmlega þrjú hundruð prósent af landsframleiðslu og langt umfram það sem AGS hafði áður talið óviðráðanlegt. Öðru máli gegnir nú, að mati Flanagans sem benti á breytta stefnu og að grundvöllur sé fyrir jákvæðum viðskiptaafgangi við útlönd.„Við gerum ráð fyrir jákvæðum hagvexti í kringum mitt næsta ár,“ segir hann og bendir á að endurskipulagning bankanna hafi gengið hraðar fyrir sig en í fyrstu var ætlað.Flanagan telur ólíklegt að Icesave-skuldbindingar Íslendinga stefni hagkerfinu í voða. Líkur séu á góðum endurheimtum erlendra eigna og skuldin kunni að lækka verulega. Það hafi áhrif á stöðu landsins.Ekki himinháir stýrivextirHann gerir ráð fyrir að önnur endurskoðun efnahagsáætlunarinnar verði tekin fyrir hjá AGS fyrir árslok og þá verði nokkrir þættir skoðaðir sérstaklega. Þar á meðal eru endurskoðun skulda, halli á fjárlögum og fyrstu áfangar í afnámi gjaldeyrishafta.Flanagan segir AGS almennt ekki styðja gjaldeyrishöft í þeim löndum sem hann hafi unnið með. Sjóðurinn hafi hins vegar samþykkt þau hér enda hafi höftin lokað dyrunum fyrir að erlend fjárfesting streymdi úr landi fyrir ári. Stýrivexti hefði mátt nota með svipuðum hætti líkt og í fleiri löndum. Þá hefði hins vegar þurft að hækka verulega, allt upp í fjörutíu til fimmtíu prósent til að virka með sama hætti. Að því leyti líti AGS gjaldeyrishöftin jákvæðari augum en ella.Flanagan kom ekki inn á vaxtastig hér að öðru leyti. Í tilkynningu frá Morilo Portugal, aðstoðarforstjóra AGS, sem send var út eftir fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunarinnar, segir hins vegar að skilyrði séu nú að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum.Haft er eftir Portúgal í tilkynningunni að endurskipulagning fjármálakerfisins hafi reynst flókin í framkvæmd en áfangar náðst með endurreisn Nýja Kaupþings og Íslandsbanka.Líkt og áður hefur komið fram samþykktu kröfuhafar Íslandsbanka að taka 95 prósenta hlut í bankanum á móti ríkinu. Enn er óráðið með kröfuhafa Nýja Kaupþings.Vaxtakjör Íslands góðSíðar um daginn átti Flanagan símafund með Íslensk-ameríska verslunarráðinu. Á þeim fundi var hann spurður hvort Ísland þyrfti að þola óeðlilega háa vexti af erlendum lánum tengdum endurreisninni en hann sagði svo ekki vera. „Við höfum skoðað þetta vel. Reyndin er að Ísland nýtur betri vaxtakjara en önnur krísulönd hafa gert að meðaltali.“ Ástæðuna segir hann vera að lánveitendur líta á Ísland sem þróað hagkerfi og telji góðar líkur á að efnahagslífið nái sér aftur á vel á strik. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist annars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Vextirnir eru fljótandi, vegið meðaltal af stuttum ríkisbréfum í ýmsum myntum. Grunnálag er að meðaltali 275 punktar. Umreiknað í fasta vexti til tólf ára eru þeir samtals 6,75 prósent. Að sögn Flanagans fengi Ísland tæplega lán á opnum markaði nema með vöxtum í tveggja stafa tölu. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Við höfum fremur áhyggjur af auknu atvinnuleysi en skuldum heimila og fyrirtækja. Í næstu endurskoðun okkar munum við horfa til þess að draga úr hættunni á uppsögnum enda kann það að auka vanda heimilanna,“ segir Mark Flanagan, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í málefnum Íslands. Hann hélt símafund í gær í Washington í Bandaríkjunum fyrir blaðamenn í gær. Fundinn sat Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS hér á landi. Sjóðurinn samþykkti fyrstu endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands í fyrradag.Tafir í átta mánuðiAGS samþykkti að lána stjórnvöldum 2,1 milljarð dala fyrir tæpu ári og skildi fyrsta greiðslan innt af hendi að lokinni fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. Þetta var fimmta lánaumsókn Íslendinga síðan 1960. Síðast veitti sjóðurinn stjórnvöldum lán vegna útflutningsbrests árið 1982. Sendinefnd á vegum AGS kom hingað til lands í byrjun desember. Fyrsta formlega endurskoðun efnahagsáætlunarinnar átti að fara fram í febrúar á þessu ári. Stjórnarskipti í febrúar og alþingiskosningar í apríl urðu hins vegar til að tefja endurskoðunina. Lítið gerðist þrátt fyrir væntingar um hið gagnstæða þar til í fyrradag.Flanagan var spurður hvort Icesave-deilur milli Íslendinga, Breta og Hollendinga hefðu verið ástæða þess að endurskoðunin tafðist svo mánuðum skipti. Hann sagði svo ekki vera, nema með óbeinum hætti. Dregist hafi að tryggja fjármögnun lánveitinga til handa Íslendingum og nauðsynlegt hafi verið að ná lendingu við alla sem að málinu koma. Áður hefur komið fram að þar var óbeint átt við Breta og Hollendinga. Nú þegar málið er í höfn telur Flanagan lánveitingar frá AGS og fleirum skila sér fljótlega, jafnvel í dag eða fljótlega eftir helgi.Lánsfjárhæðin frá AGS nemur 167,5 milljónum dala, jafnvirði 21 milljarði króna. Því til viðbótar má vænta lána frá Norðurlöndunum upp á 625 milljarða króna, jafnvirði 78 milljarða króna. Heildarfjárhæðin nemur um hundrað milljörðum.Legið hefur fyrir að lánin frá AGS og öðrum þjóðum verða notuð bæði til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs og styðja við gengi krónunnar með óbeinum hætti. Flanagan sagði ekkert því til fyrirstöðu að ríkið nýtti lánið til að endurfjármagna eldri lán, ekki síst þau lán sem eru á gjalddaga á næstu þremur árum og á hærri vöxtum. „Það er leyfilegt, jafnvel fýsilegur kostur í einhverjum tilvikum,“ segir hann.Betri tíð á nýju áriFlanagan segir endurreisn íslenska efnahagslífsins ganga almennt vel, jafnvel þótt skuldir þjóðarbúsins hafi reynst hærri en AGS ætlaði í fyrstu. Erlendar skuldir eru nú rúmlega þrjú hundruð prósent af landsframleiðslu og langt umfram það sem AGS hafði áður talið óviðráðanlegt. Öðru máli gegnir nú, að mati Flanagans sem benti á breytta stefnu og að grundvöllur sé fyrir jákvæðum viðskiptaafgangi við útlönd.„Við gerum ráð fyrir jákvæðum hagvexti í kringum mitt næsta ár,“ segir hann og bendir á að endurskipulagning bankanna hafi gengið hraðar fyrir sig en í fyrstu var ætlað.Flanagan telur ólíklegt að Icesave-skuldbindingar Íslendinga stefni hagkerfinu í voða. Líkur séu á góðum endurheimtum erlendra eigna og skuldin kunni að lækka verulega. Það hafi áhrif á stöðu landsins.Ekki himinháir stýrivextirHann gerir ráð fyrir að önnur endurskoðun efnahagsáætlunarinnar verði tekin fyrir hjá AGS fyrir árslok og þá verði nokkrir þættir skoðaðir sérstaklega. Þar á meðal eru endurskoðun skulda, halli á fjárlögum og fyrstu áfangar í afnámi gjaldeyrishafta.Flanagan segir AGS almennt ekki styðja gjaldeyrishöft í þeim löndum sem hann hafi unnið með. Sjóðurinn hafi hins vegar samþykkt þau hér enda hafi höftin lokað dyrunum fyrir að erlend fjárfesting streymdi úr landi fyrir ári. Stýrivexti hefði mátt nota með svipuðum hætti líkt og í fleiri löndum. Þá hefði hins vegar þurft að hækka verulega, allt upp í fjörutíu til fimmtíu prósent til að virka með sama hætti. Að því leyti líti AGS gjaldeyrishöftin jákvæðari augum en ella.Flanagan kom ekki inn á vaxtastig hér að öðru leyti. Í tilkynningu frá Morilo Portugal, aðstoðarforstjóra AGS, sem send var út eftir fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunarinnar, segir hins vegar að skilyrði séu nú að skapast fyrir varkárum vaxtalækkunum.Haft er eftir Portúgal í tilkynningunni að endurskipulagning fjármálakerfisins hafi reynst flókin í framkvæmd en áfangar náðst með endurreisn Nýja Kaupþings og Íslandsbanka.Líkt og áður hefur komið fram samþykktu kröfuhafar Íslandsbanka að taka 95 prósenta hlut í bankanum á móti ríkinu. Enn er óráðið með kröfuhafa Nýja Kaupþings.Vaxtakjör Íslands góðSíðar um daginn átti Flanagan símafund með Íslensk-ameríska verslunarráðinu. Á þeim fundi var hann spurður hvort Ísland þyrfti að þola óeðlilega háa vexti af erlendum lánum tengdum endurreisninni en hann sagði svo ekki vera. „Við höfum skoðað þetta vel. Reyndin er að Ísland nýtur betri vaxtakjara en önnur krísulönd hafa gert að meðaltali.“ Ástæðuna segir hann vera að lánveitendur líta á Ísland sem þróað hagkerfi og telji góðar líkur á að efnahagslífið nái sér aftur á vel á strik. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist annars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Vextirnir eru fljótandi, vegið meðaltal af stuttum ríkisbréfum í ýmsum myntum. Grunnálag er að meðaltali 275 punktar. Umreiknað í fasta vexti til tólf ára eru þeir samtals 6,75 prósent. Að sögn Flanagans fengi Ísland tæplega lán á opnum markaði nema með vöxtum í tveggja stafa tölu.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent