Innlent

Sendiherra Breta vill ekkert segja um samskipti Jóhönnu og Brown

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breska sendiráðið í Reykjavík er við Laufásveg í Reykjavík. Mynd/ GVA.
Breska sendiráðið í Reykjavík er við Laufásveg í Reykjavík. Mynd/ GVA.
Ian Whitting, sendiherra Breta á Íslandi, neitar að tjá sig um það hvers vegna Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur ekki svarað bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem sú síðarnefnda sendi fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan.

Þann 28. ágúst síðastliðinn sendi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bréf til Gordon Brown forsætisráðherra varðandi Icesave. Í bréfinu leggur Jóhanna til að þau Brown hittist og óskar þess að breska ríkisstjórnin sýni Íslandi skilning í Icesave deilunni. Þótt tveir mánuðir séu liðnir hefur Brown ekki svarað bréfinu.

Vísir sendi sendiherranum fyrirspurn í tölvupósti þar sem hann er spurður hvort hann geti skýrt hvers vegna Brown hafi ekki svarað bréfinu. „No Comment," var svar sendiherrans.

Jóhanna sagði í síðustu viku að hún væri enn að bíða eftir svari frá Brown.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×