Sjálfstæðisflokkur var oftast í fréttum Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2009 06:00 Fréttastofa Ríkisútvarpsins. Hlutfallslega voru flestu ljósvakafréttirnar á síðasta ári fluttar á samtengdum rásum Rásar 1 og 2. Vísir/Anton Sjálfstæðisflokkurinn var oftast tilgreindur í fréttum á síðasta ári, eða 12.799 sinnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum Creditinfo - Fjölmiðlavaktinni á greiningu á 118.036 fréttum síðasta árs. Samfylking kemur þar á eftir og var nefnd nefnd 9.740 sinnum í vöktuðum fréttatímum eða í fréttagreinum dagblaðanna. Reykjavíkurborg var í þriðja sæti og tilgreind 7.242 sinnum. Capacent Gallup gerði könnun fyrir Fjölmiðlavaktina, þar sem 30,6 prósent töldu að Baugur hefði verið það fyrirtæki eða aðili sem nefnt var oftast í fjölmiðlum á síðasta ári. Baugur var hins vegar í 28. sæti yfir þá aðila sem oftast voru nefndir. Þá töldu 16,7 prósent að Seðlabankinn hefði oftast verið nefndur, en Seðlabankinn var í fjórða sæti yfir þá sem oftast voru nefndir. Geir H. Haarde var oftast viðmælandi í fréttum á síðasta ári, eða 685 sinnum. Hann var sérstaklega oft viðmælandi síðustu fjóra mánuði ársins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var viðmælandi 372 sinnum og Steingrímur J. Sigfússon var viðmælandi 249 sinnum. Af þeim nítján einstaklingum sem oftast voru viðmælendur voru sautján stjórnmálamenn. Aðrir voru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem var í tíunda sæti og Davíð Oddsson seðlabankastjóri sem var í 14. sæti. Viðmælendur í fréttum ljósvakanna eru kyngreindir og kemur þá í ljós að konur eru oftast viðmælendur hjá Sjónvarpinu, eða í 24,5 prósent tilfella. 21,8 prósent viðmælenda hjá Rás 1 og 2 eru konur og 20,0 prósent viðmælenda hjá Stöð 2 - Bylgjunni. Mikill meirihluti, eða 83 prósent, frétta síðasta árs birtust í dagblöðum. Af dagblöðunum birti Morgunblaðið flestar innlendar fréttir, eða 36 prósent þeirra. Fréttablaðið birti næstflestar, eða 28 prósent þeirra. Flestar ljósvakafréttir voru hins vegar á samtengdum rásum Rásar 1 og 2 í Ríkisútvarpinu, tæplega 41 prósent innlendra frétta sem fluttar eru í ljósvakamiðlum. Rúm 38 prósent frétta eru á Stöð 2 og Bylgjunni en rúmlega 21 prósent frétta ljósvakamiðlanna eru fluttar í Sjónvarpinu. Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn var oftast tilgreindur í fréttum á síðasta ári, eða 12.799 sinnum. Þetta kemur fram í niðurstöðum Creditinfo - Fjölmiðlavaktinni á greiningu á 118.036 fréttum síðasta árs. Samfylking kemur þar á eftir og var nefnd nefnd 9.740 sinnum í vöktuðum fréttatímum eða í fréttagreinum dagblaðanna. Reykjavíkurborg var í þriðja sæti og tilgreind 7.242 sinnum. Capacent Gallup gerði könnun fyrir Fjölmiðlavaktina, þar sem 30,6 prósent töldu að Baugur hefði verið það fyrirtæki eða aðili sem nefnt var oftast í fjölmiðlum á síðasta ári. Baugur var hins vegar í 28. sæti yfir þá aðila sem oftast voru nefndir. Þá töldu 16,7 prósent að Seðlabankinn hefði oftast verið nefndur, en Seðlabankinn var í fjórða sæti yfir þá sem oftast voru nefndir. Geir H. Haarde var oftast viðmælandi í fréttum á síðasta ári, eða 685 sinnum. Hann var sérstaklega oft viðmælandi síðustu fjóra mánuði ársins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var viðmælandi 372 sinnum og Steingrímur J. Sigfússon var viðmælandi 249 sinnum. Af þeim nítján einstaklingum sem oftast voru viðmælendur voru sautján stjórnmálamenn. Aðrir voru Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem var í tíunda sæti og Davíð Oddsson seðlabankastjóri sem var í 14. sæti. Viðmælendur í fréttum ljósvakanna eru kyngreindir og kemur þá í ljós að konur eru oftast viðmælendur hjá Sjónvarpinu, eða í 24,5 prósent tilfella. 21,8 prósent viðmælenda hjá Rás 1 og 2 eru konur og 20,0 prósent viðmælenda hjá Stöð 2 - Bylgjunni. Mikill meirihluti, eða 83 prósent, frétta síðasta árs birtust í dagblöðum. Af dagblöðunum birti Morgunblaðið flestar innlendar fréttir, eða 36 prósent þeirra. Fréttablaðið birti næstflestar, eða 28 prósent þeirra. Flestar ljósvakafréttir voru hins vegar á samtengdum rásum Rásar 1 og 2 í Ríkisútvarpinu, tæplega 41 prósent innlendra frétta sem fluttar eru í ljósvakamiðlum. Rúm 38 prósent frétta eru á Stöð 2 og Bylgjunni en rúmlega 21 prósent frétta ljósvakamiðlanna eru fluttar í Sjónvarpinu.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira