Innlent

Vilja ræða Arion, Íslandsbanka og Byr

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í viðskiptanefnd hafa farið þess á leit við formann nefndarinnar Lilju Mósesdóttir að nefndin ræði hið fyrsta einkavæðingu Arion banka og Íslandsbanka. Í bréfi sem Guðlaugur sendir Lilju er bent á að beiðni þar að lútandi hafi borist þann 3. desember.

Þá hafa þingmennirnir einnig farið fram á að viðskiptanefnd fjalli um mál sparisjóðanna við fyrsta tækifæri. „Tilefnið er fréttatilkynning fjármálaráðuneytisins vegna Byrs hf.," segir í bréfi þingmannanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×