Innlent

Landsbankamaður kveðst vera saklaus

Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landsbankans, segist vera saklaus af ákærum um fjárdátt. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Haukur gerir launakröfu upp á 148 milljónir í þrotabú bankans.

Haukur á að hafa dregið að sér hátt í 120 milljónir króna þegar hann starfaði sem framkvæmdarstjóri rekstrasviðs bankans. Það var saksóknari efnahagsbrota sem gaf út ákæru í málinu sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar kvaðst Haukur vera saklaus.

Málið komst upp þegar skilanefnd Landsbankans fékk endurskoðunarfyrirtæki til að keyra saman háar fjárhæðir og kennitölur starfsmanna bankans. Haukur var stjórnarformaður og prókúruhafi í aflandsfélaginu NBI Holding Ltd sem átti reikninginn. Peningarnir höfðu legið óhreyfðir í nokkur ár. Félagið er í eigu sjóðs á Guernsey sem er skattaskjól. Sjóðurinn er sjálfstæður en var á vegum Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×