Stefnir á eitt þúsund þætti 16. desember 2009 06:00 Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkland, fer í loftið í 700. sinn næstkomandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Óli Palli byrjaði með þáttinn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan haldið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig," segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei." Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðinum en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafnið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið," segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjátíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands-árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum," segir hann en á þessu ári hefur hann fjallað ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Haukssonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókomin ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri." freyr@frettabladid.is Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkland, fer í loftið í 700. sinn næstkomandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Óli Palli byrjaði með þáttinn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan haldið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig," segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei." Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðinum en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafnið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið," segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjátíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands-árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum," segir hann en á þessu ári hefur hann fjallað ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Haukssonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókomin ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Sjá meira