Stefnir á eitt þúsund þætti 16. desember 2009 06:00 Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkland, fer í loftið í 700. sinn næstkomandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Óli Palli byrjaði með þáttinn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan haldið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig," segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei." Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðinum en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafnið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið," segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjátíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands-árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum," segir hann en á þessu ári hefur hann fjallað ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Haukssonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókomin ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri." freyr@frettabladid.is Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkland, fer í loftið í 700. sinn næstkomandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Óli Palli byrjaði með þáttinn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan haldið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig," segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei." Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðinum en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafnið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið," segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjátíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands-árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum," segir hann en á þessu ári hefur hann fjallað ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Haukssonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókomin ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira