Stefnir á eitt þúsund þætti 16. desember 2009 06:00 Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkland, fer í loftið í 700. sinn næstkomandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Óli Palli byrjaði með þáttinn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan haldið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig," segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei." Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðinum en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafnið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið," segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjátíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands-árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum," segir hann en á þessu ári hefur hann fjallað ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Haukssonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókomin ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri." freyr@frettabladid.is Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stjórnar þættinum Rokkland í 700. sinn á sunnudaginn. Hann vonar að þættirnir verði alla vega eitt þúsund. „Mér finnst þetta alltaf jafnskemmtilegt," segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2. Útvarpsþátturinn hans, Rokkland, fer í loftið í 700. sinn næstkomandi sunnudag. Sá þáttur verður tileinkaður sjaldheyrðum jólalögum eins og venjan hefur verið á þessum tíma undanfarin ár. Óli Palli byrjaði með þáttinn um miðjan síðasta áratug og hefur allar götur síðan haldið sínu striki með fjölbreytnina að leiðarljósi. „Ég kynntist fólki frá BBC á Glastonbury sumarið 1995 sem var að kynna hráefni í útvarpsþætti. Ég kom heim, sagði þeim frá þessu og vildi fá að spreyta mig," segir hann og á þar við Magnús Einarsson sem var tónlistarstjóri á Rás 2 og Sigurð G. Tómasson sem var dagskrárstjóri. „Mér til mikillar ánægju sögðu þeir ókei." Undanfarin fjögur ár hefur Óli Palli tekið þáttinn upp einn heima hjá sér í Hafnarfirðinum en ekki í útvarpshúsinu við Efstaleiti eins og margir kynnu að halda. „Þetta er herbergi með góðu sándi og teppi á gólfinu. Síðan er þarna ekkert annað en tölva, hljóðkort og míkrafónn, fyrir utan allt plötu- og bókasafnið mitt. Þetta er algjör draumur í dós og það besta sem fyrir mig gat komið," segir hann. Í hverri viku eyðir hann fimmtán til þrjátíu klukkustundum í þáttinn áður en hann sendir hann fullunninn til Rásar 2. Að sögn Óla Palla er árið sem er að líða eitt öflugasta Rokklands-árið til þessa. „Ég hef líklega aldrei fengið eins mikil viðbrögð við einstökum þáttum," segir hann en á þessu ári hefur hann fjallað ítarlega bæði um Bítlana og U2. Einnig hefur hann útvarpað afmælistónleikum Eiríks Haukssonar, upptökum Damiens Rice úr Sundlauginni og stórtónleikunum á menningarnótt. Sömuleiðis hefur hann fjallað um Airwaves-hátíðina og útvarpað beint frá Hróarskeldu eins og undanfarin ár. Óli Palli vonast til að halda áfram með Rokklandið um ókomin ár. „Ég tek eitt skref í einu en þættirnir verða alla vega 750. Ég vona að þeir verði eitt þúsund og vonandi miklu fleiri." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira