Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis Atli Steinn Guðmundsson skrifar 3. júlí 2009 08:18 Humar er ekki ódýrasta fæða sem sögur fara af en 123.000 krónur er kannski fullmikið af því góða fyrir humar, pasta og hvítvínsglas. MYND/Reuters Ítölsk yfirvöld hafa látið loka sögufrægum veitingastað í Róm eftir að japönsk hjón voru rukkuð um tæpar 700 evrur fyrir hádegisverð. Þeir vita það sem til þekkja að það er allt annað en ódýrt að vera ferðamaður í ítölskum stórborgum og sennilega slá Feneyjar og Róm öll met í þeim efnum. Í Feneyjum hækkar verðið ört eftir því sem nær dregur Markúsartorginu og þegar komið er á sjálft torgið liggur við að kaffibollinn þurfi að fara á raðgreiðslur til 12 mánaða. Auk þjórfjár innheimta veitingahúsin þar stefgjöld fyrir lifandi tónlist sem leikin er á torginu og nægir að greina megi óm af tónlistinni í fjarlægð til að gjaldið sé lagt á. Það tók þó út yfir allan þjófabálk sem japönsk hjón lentu í á Il Passetto-veitingahúsinu við Navona-torgið í Róm en eftir að hafa gætt sér á humri og pasta fengu þau reikning upp á litlar 694 evrur, jafnvirði rúmlega 123.000 króna. Þar af voru 20.000 krónur þjórfé svo þjónustan hefur vonandi verið þokkaleg. Il Passetto er 149 ára gamalt veitingahús og hafa ekki ómerkari persónur en Charlie Chaplin og Grace Kelly setið þar til borðs, svo dæmi séu tekin. En hingað og ekki lengra segir Gianni Alemanno, borgarstjóri Rómar, sem ætlar aldrei að leyfa Il Passetto að opna dyr sínar á ný. Að auki hefur hann fyrirskipað að óeinkennisklæddir lögreglumenn skuli með reglulegu millibili snæða undir fölsku flaggi á veitingahúsum Rómar og fylgjast þannig með okrinu. Ekki laug Friedman þegar hann sagði að hádegisverðurinn væri aldrei ókeypis. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Ítölsk yfirvöld hafa látið loka sögufrægum veitingastað í Róm eftir að japönsk hjón voru rukkuð um tæpar 700 evrur fyrir hádegisverð. Þeir vita það sem til þekkja að það er allt annað en ódýrt að vera ferðamaður í ítölskum stórborgum og sennilega slá Feneyjar og Róm öll met í þeim efnum. Í Feneyjum hækkar verðið ört eftir því sem nær dregur Markúsartorginu og þegar komið er á sjálft torgið liggur við að kaffibollinn þurfi að fara á raðgreiðslur til 12 mánaða. Auk þjórfjár innheimta veitingahúsin þar stefgjöld fyrir lifandi tónlist sem leikin er á torginu og nægir að greina megi óm af tónlistinni í fjarlægð til að gjaldið sé lagt á. Það tók þó út yfir allan þjófabálk sem japönsk hjón lentu í á Il Passetto-veitingahúsinu við Navona-torgið í Róm en eftir að hafa gætt sér á humri og pasta fengu þau reikning upp á litlar 694 evrur, jafnvirði rúmlega 123.000 króna. Þar af voru 20.000 krónur þjórfé svo þjónustan hefur vonandi verið þokkaleg. Il Passetto er 149 ára gamalt veitingahús og hafa ekki ómerkari persónur en Charlie Chaplin og Grace Kelly setið þar til borðs, svo dæmi séu tekin. En hingað og ekki lengra segir Gianni Alemanno, borgarstjóri Rómar, sem ætlar aldrei að leyfa Il Passetto að opna dyr sínar á ný. Að auki hefur hann fyrirskipað að óeinkennisklæddir lögreglumenn skuli með reglulegu millibili snæða undir fölsku flaggi á veitingahúsum Rómar og fylgjast þannig með okrinu. Ekki laug Friedman þegar hann sagði að hádegisverðurinn væri aldrei ókeypis.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira