Apinn Bubbles fannst í dýragarði 3. júlí 2009 03:00 Michael Jackson og Bubbles eru eitt eftirminnilegasta tvíeykið í sögu skemmtanabransans.Nordic Photos/Afp Einn nánasti vinur poppstjörnunnar Michaels Jackson er fundinn. Hann er við hestaheilsu þrátt fyrir háan aldur en mun að öllum líkindum ekki mæta í jarðarförina. Þetta er simpansinn Bubbles sem Michael Jackson hafði með sér hvert sem hann fór á tíunda áratug síðustu aldar. Bubbles hvarf síðan af sjónarsviðinu fyrir nokkrum árum og margir aðdáendur Jacksons hafa velt vöngum yfir því hvað hafi eiginlega orðið um þennan fræga apa. Breska blaðið Daily Mail upplýsti lesendur sína um að Bubbles dveldi í góðu yfirlæti í Centre for Great Apes í Wauchula í Flórida. Hann myndi þó ekki mæta í jarðarför fyrrverandi eiganda síns. Starfsfólk dýragarðsins hefur leyft sjónvarpsvélunum að mynda Bubbles sem sönnun fyrir því að hann sé á lífi. „Það besta sem við getum gert til að heiðra minningu Michaels Jackson er að hugsa enn betur um Bubbles því við vitum að Michael þótt einstaklega vænt um hann,“ sagði forstjórinn Patti Ragan. Jackson bjargaði Bubbles frá krabbameinsrannsóknum undir lok níunda áratugarins og þeir félagar ferðuðust um allan heiminn saman. Vinátta þeirra var svo djúp að þeir deildu hótelsvítum saman og Bubbles hafði sitt eigið rúm í svefnherbergi Michaels. Bubbles átti einnig sitt sæti í upptökuverinu þar sem Bad var tekin upp. Þá var hann líka sá eini sem fékk að nota salerni Michaels. Þegar Bubbles varð eldri átti hann það til að verða árásargjarn og var því sendur í dýragarð enda óttaðist Michael að hann gæti hugsanlega skaðað Prince Michael II. Michael gætti þess þó vandlega að vel væri hugsað um Bubbles og hann skipulagði meðal annars afmælisveislu fyrir apann þar sem öðrum frægum dýrum var boðið, þeirra á meðal hundunum Benji og Lassie og simpansanum Cheeta sem sló í gegn í Tarzan. En nú hefur Bubbles sem sagt verið í dýragarðinum í Flórída síðastliðin fjögur ár og kann víst vel við sig í kringum hin dýrin, sem tengjast reyndar öll skemmtanabransanum með einum eða öðrum hætti. „Hann er mjög góður api, hann leyfir hinum yngri að drekka á undan sér og er bara mjög ljúfur og góður,“ segir Patti. Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira
Einn nánasti vinur poppstjörnunnar Michaels Jackson er fundinn. Hann er við hestaheilsu þrátt fyrir háan aldur en mun að öllum líkindum ekki mæta í jarðarförina. Þetta er simpansinn Bubbles sem Michael Jackson hafði með sér hvert sem hann fór á tíunda áratug síðustu aldar. Bubbles hvarf síðan af sjónarsviðinu fyrir nokkrum árum og margir aðdáendur Jacksons hafa velt vöngum yfir því hvað hafi eiginlega orðið um þennan fræga apa. Breska blaðið Daily Mail upplýsti lesendur sína um að Bubbles dveldi í góðu yfirlæti í Centre for Great Apes í Wauchula í Flórida. Hann myndi þó ekki mæta í jarðarför fyrrverandi eiganda síns. Starfsfólk dýragarðsins hefur leyft sjónvarpsvélunum að mynda Bubbles sem sönnun fyrir því að hann sé á lífi. „Það besta sem við getum gert til að heiðra minningu Michaels Jackson er að hugsa enn betur um Bubbles því við vitum að Michael þótt einstaklega vænt um hann,“ sagði forstjórinn Patti Ragan. Jackson bjargaði Bubbles frá krabbameinsrannsóknum undir lok níunda áratugarins og þeir félagar ferðuðust um allan heiminn saman. Vinátta þeirra var svo djúp að þeir deildu hótelsvítum saman og Bubbles hafði sitt eigið rúm í svefnherbergi Michaels. Bubbles átti einnig sitt sæti í upptökuverinu þar sem Bad var tekin upp. Þá var hann líka sá eini sem fékk að nota salerni Michaels. Þegar Bubbles varð eldri átti hann það til að verða árásargjarn og var því sendur í dýragarð enda óttaðist Michael að hann gæti hugsanlega skaðað Prince Michael II. Michael gætti þess þó vandlega að vel væri hugsað um Bubbles og hann skipulagði meðal annars afmælisveislu fyrir apann þar sem öðrum frægum dýrum var boðið, þeirra á meðal hundunum Benji og Lassie og simpansanum Cheeta sem sló í gegn í Tarzan. En nú hefur Bubbles sem sagt verið í dýragarðinum í Flórída síðastliðin fjögur ár og kann víst vel við sig í kringum hin dýrin, sem tengjast reyndar öll skemmtanabransanum með einum eða öðrum hætti. „Hann er mjög góður api, hann leyfir hinum yngri að drekka á undan sér og er bara mjög ljúfur og góður,“ segir Patti.
Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Fleiri fréttir Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Sjá meira