Úrslitastundin er í dag 26. janúar 2009 06:00 Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að Samfylkingin samþykki tuga milljarða króna niðurskurð í ríkisútgjöldum til viðbótar við áður ákveðinn niðurskurð, eigi ríkisstjórnin að starfa áfram. Það er í samræmi við samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar munu funda hvor í sínu lagi klukkan 10 í dag. Á fundunum verður framtíð stjórnarsamstarfsins rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma að í framhaldinu taki formenn flokkanna ákvörðun um það hvort stjórnarsamstarfinu verði haldið áfram. Sjálfstæðismenn vilja að samkomulag verði gert um aukinn niðurskurð á ríkisútgjöldum, en í dag er gert ráð fyrir yfir 150 milljarða króna halla á yfirstandandi ári. Samfylkingin hefur sett fram þrjú skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrsta skilyrðið er að stjórn og stjórnendur Seðlabankans víki. Einnig er þess krafist að aðgerðaáætlun um efnahagslífið og peningastjórnun verði hrundið af stað. Að lokum er sett það skilyrði að stjórnarskrá verði breytt fyrir kosningar í vor til að hægt verði að sækja um aðild að Evrópusambandinu í kjölfar kosninga. Fréttablaðið hefur heimildir úr báðum stjórnarflokkum fyrir því að að sameining Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabanka Íslands hafi verið langt komin seint á síðasta ári. Hún hafi verið fyrirhuguð um áramót. Þá hafi einnig verið fyrirhugað að samþykkja aukinn niðurskurð í ríkisfjármálum í takt við það sem Sjálfstæðismenn krefjist nú. Þá hafi uppstokkun í ríkisstjórn, og skipti á ráðuneytum milli stjórnarflokkanna átt að fara fram á sama tíma. Heimildir úr Sjálfstæðisflokki herma að forysta Samfylkingarinnar hafi viljað fresta breytingunum vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Heimildarmenn í Samfylkingunni segja að sjálfstæðismenn hafi ekki viljað fara í breytingarnar af jafn miklum krafti og Samfylkingin og áhuginn því koðnað niður. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ekki mætti rasa um ráð fram með mögulega sameiningu FME og Seðlabankans, og að engum útfærslum hafi verið hafnað. Ingibjörg Sólrún segir að algjör forsenda fyrir sátt í samfélaginu sé að breytingar verði í Seðlabankanum. Björgvin G. Sigurðsson og Fjármálaeftirlitið hafi gengið á undan með góðu fordæmi og því hljóti sjónir manna að beinast að bankanum nú. Ingibjörg segir þá hugmynd hafa komið upp að Samfylkingin leiddi ríkisstjórnina. „Það gæti alveg verið ástæða til þess að skoða breytingar á verkstjórnarvaldi." Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins vill að Samfylkingin samþykki tuga milljarða króna niðurskurð í ríkisútgjöldum til viðbótar við áður ákveðinn niðurskurð, eigi ríkisstjórnin að starfa áfram. Það er í samræmi við samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar munu funda hvor í sínu lagi klukkan 10 í dag. Á fundunum verður framtíð stjórnarsamstarfsins rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma að í framhaldinu taki formenn flokkanna ákvörðun um það hvort stjórnarsamstarfinu verði haldið áfram. Sjálfstæðismenn vilja að samkomulag verði gert um aukinn niðurskurð á ríkisútgjöldum, en í dag er gert ráð fyrir yfir 150 milljarða króna halla á yfirstandandi ári. Samfylkingin hefur sett fram þrjú skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrsta skilyrðið er að stjórn og stjórnendur Seðlabankans víki. Einnig er þess krafist að aðgerðaáætlun um efnahagslífið og peningastjórnun verði hrundið af stað. Að lokum er sett það skilyrði að stjórnarskrá verði breytt fyrir kosningar í vor til að hægt verði að sækja um aðild að Evrópusambandinu í kjölfar kosninga. Fréttablaðið hefur heimildir úr báðum stjórnarflokkum fyrir því að að sameining Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabanka Íslands hafi verið langt komin seint á síðasta ári. Hún hafi verið fyrirhuguð um áramót. Þá hafi einnig verið fyrirhugað að samþykkja aukinn niðurskurð í ríkisfjármálum í takt við það sem Sjálfstæðismenn krefjist nú. Þá hafi uppstokkun í ríkisstjórn, og skipti á ráðuneytum milli stjórnarflokkanna átt að fara fram á sama tíma. Heimildir úr Sjálfstæðisflokki herma að forysta Samfylkingarinnar hafi viljað fresta breytingunum vegna veikinda Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Heimildarmenn í Samfylkingunni segja að sjálfstæðismenn hafi ekki viljað fara í breytingarnar af jafn miklum krafti og Samfylkingin og áhuginn því koðnað niður. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að ekki mætti rasa um ráð fram með mögulega sameiningu FME og Seðlabankans, og að engum útfærslum hafi verið hafnað. Ingibjörg Sólrún segir að algjör forsenda fyrir sátt í samfélaginu sé að breytingar verði í Seðlabankanum. Björgvin G. Sigurðsson og Fjármálaeftirlitið hafi gengið á undan með góðu fordæmi og því hljóti sjónir manna að beinast að bankanum nú. Ingibjörg segir þá hugmynd hafa komið upp að Samfylkingin leiddi ríkisstjórnina. „Það gæti alveg verið ástæða til þess að skoða breytingar á verkstjórnarvaldi."
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira