„Ég er að fíla mig í botn," svarar Guðrún Dögg Rúnarsdóttir ungfrú Ísland, sem er stödd í Abú Dabí ásamt fjölda fegurðardrottninga eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
„Þetta er svo mikil upplifun og allt fólkið sem ég er búin að hitta er svo frábært og yndislegt," segir Guðrún.

Hvað hefur komið þér mest á óvart í ferðinni? „Hvað maturinn hérna er geðveikur."
„Hér eru 10 stjörnu hlaðborð tilbúin fyrir okkur á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Alltaf eftirréttir og gourme. Ég elska það," segir Guðrún.
Á myndunum má sjá hvað Guðrún upplifir á ferðalaginu. Hvort sem um er að ræða hótelherbergin sem hún gistir á eða allar fegurðardrottningarnar sem hún eyðir tímanum með.